Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1253/2020

Nr. 1253/2020 1. desember 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrri málsl. 6. tölul. orðast svo: Öflun, þ.m.t. leigu, og rekstur fólksbifreiða, þ.m.t. skut­bifreiða (station) og jeppa, nema aðili hafi með höndum sölu eða leigu þessara bifreiða eða notar þær til farþegaflutninga í ferðaþjónustu samkvæmt sérstöku leyfi Samgöngustofu.
  2. Í stað orðanna „sendi-, vöru- og torfærubifreiðir“ í síðari málsl. 6. tölul. kemur: sendi- og vöru­bifreiðar.

 

2. gr.

Í stað orðsins „Ríkisskattstjóri“ í 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: Skatturinn.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fólksbifreiða sem notaðar eru til farþegaflutninga í ferða­þjón­ustu samkvæmt sérstöku leyfi Samgöngustofu.
  2. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: Skattsins.
  3. Orðin „og 2.“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
  4. Í stað orðsins „bifreiðir“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: bifreiðar.
  5. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 5. mgr. kemur: Skattinum.

 

4. gr.

Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 3. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur: Skattinum.

 

5. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði IV. kafla er skattaðila heimilt að fresta leiðréttingu (bakfærslu) innskatts vegna öflunar mannvirkis skv. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. til 5. febrúar 2022 verði breyting á forsendu fyrir færslu innskatts skv. 2. mgr. sömu greinar á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021. Skilyrði frestunar eru eftirfarandi:

  1. Að skattaðili eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða á tímabilinu vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innanlands og á heimsvísu.
  2. Að skattaðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskatts­skýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár eða síðan hann hóf starfsemi.

Sækja skal um frestun á leiðréttingu samkvæmt ákvæði þessu til Skattsins á því formi sem ríkis­skattstjóri ákveður. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um viðkomandi mannvirki, þ. á m. um heimilisfang, fastanúmer, ástæðu og upphaf forsendubreytingar og fjárhæð uppreiknaðrar leiðrétt­ingar­skyldu, sbr. 2. tölul. 3. mgr. 14. gr.

Ef viðkomandi mannvirki verður tekið til notkunar í virðisaukaskattsskyldri starfsemi að nýju innan eins mánaðar frá lokum tímabils skv. 1. mgr. og frádráttarréttur verður við það tímamark að lágmarki jafn hár og hann var við forsendubreytingu skv. 1. mgr. kemur ekki til leiðréttingarskyldu af því tilefni. Það tímabil sem frestunin varir reiknast ekki til leiðréttingartímabils, sbr. 2. mgr. 14. gr. Á sama tímabili er ekki heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðkeyptum rekstrar­fjármunum, vörum, vinnu og öðrum aðföngum sem varða þann hluta mannvirkis sem umsókn skv. 2. mgr. tekur til, sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Verði mannvirki tekið til skattskyldra nota að nýju, sbr. 3. mgr., ber skattaðila að tilkynna um slík breytt not til Skattsins. Skattaðili skal jafnframt tilkynna Skattinum ef fyrirhugað er að nota viðkomandi mannvirki áfram í starfsemi þar sem aðila ber minni eða enginn frádráttarréttur og leið­rétta (bakfæra) innskatt í samræmi við ákvæði IV. kafla, sbr. 14. gr.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 16. gr., sbr. 49. gr., laga nr. 50/1988, um virðisauka­skatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. desember 2020.

 

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Hlynur Ingason.


B deild - Útgáfud.: 16. desember 2020