Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 761/2021

Nr. 761/2021 8. júní 2021

GJALDSKRÁ
Hitaveitu Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

1. gr.

Hitaveita Brautarholts selur afnot af heitu vatni úr veitukerfum þeim sem gerð hafa verið og verða gerð eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari, sbr. og reglugerð Hitaveitu Brautarholts.

 

2. gr.

Hitaveitan lætur þeim húsum sem tengd eru veitukerfi hennar í té vatnsmagn er ætla má að nægi til hitunar enda séu hitakerfi nógu stór að dómi hitaveitunefndar.

 

3. gr.

Hitaveitan lætur setja rennslismæla á inntök þeirra húsa sem tengd eru hitaveitunni.

 

4. gr.

Hitaveitan lætur lesa af mælum hitaveitunnar árlega, að jafnaði í desember. Ef mælir bilar áætlar hitaveitunefnd vatnsnotkunina með hliðsjón af fyrri notkun þar til viðgerð hefur farið fram.

 

5. gr.

Gjöld fyrir dreifingu heita vatnsins eru sem hér segir:

  1. Vatnsgjöld:
    1. Vatn um mæli kr. 72 á m³
  2. Mælagjöld á mánuði:
    1. Fyrir mæla allt að ¾" kr. 1.197
    2. Fyrir mæla 1" – 2" kr. 2.394
  3. Hitaveitunefnd hefur heimild til að gefa stórum notendum afslátt frá þessu gjaldi.
  4. Á gjöld þessi leggst virðisaukaskattur samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma.

 

6. gr.

Gjalddagar hitaveitugjalda skv. 5. gr. eru sem hér segir:

Fyrir janúar og febrúar: 20. mars. Fyrir mars og apríl: 20. maí. Fyrir maí og júní: 20. júlí. Fyrir júlí og ágúst: 20. september. Fyrir september og október: 20. nóvember. Fyrir nóvember og desember: 20. janúar. Á fimm fyrstu gjalddögum ársins er vatnsnotkun áætluð með hliðsjón af fyrri notkun eða eðlilegri notkun húsa af sambærilegri stærð. Gjöldin skal greiða til banka eða innheimtu­stofnunar sem hitaveitan vísar til á gjalddaga sbr. útsenda greiðsluseðla. Verði ekki greitt á gjalddaga reiknast hæstu leyfilegir dráttarvextir af skuldinni frá gjalddaga.

 

7. gr.

Heimæðagjöld hitaveitunnar skal miða við heildarrúmmál húsa og vera sem hér greinir fyrir eina heimæð:

Hús allt að 400 m³ kr. 355.795.

Hús 400 m³ - 2.000 m³ kr. 355.795 fyrir 400 m³ og kr. 288 á hvern m³ þar fram yfir.

Hús stærri en 2.000 m³ kr. 817.031 fyrir 2.000 m³ og kr. 288 á hvern m³ þar fram yfir.

Stofngjald fyrir hvern aðrennslismæli umfram einn á sama inntaki er kr. 26.688.

Heimæðargjald er gjaldkræft þegar tengingu heimæðar er lokið.

 

8. gr.

Hitaveitu Brautarholts er heimilt að hækka eða lækka gjöld skv. 7. gr. í sama hlutfalli og vísitala byggingarkostnaðar að fenginni staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

 

9. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

 

10. gr.

Hitaveitan hefur rétt til að láta loka fyrir rennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun skal tilkynna á sannanlegan hátt með 7 daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá sem vanskilum veldur kr. 17.905 hverju sinni.

 

11. gr.

Eftirlitsmanni hitaveitunnar skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum mælum, hitagjöfum og vatnsæðum sem eru í sambandi við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir vegna bilana og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

 

12. gr.

Gjaldskrá þessi sem sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samið og samþykkt er hér með staðfest samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis, nr. 845/2010.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. júní 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 29. júní 2021