Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 774/2007

Nr. 774/2007 29. ágúst 2007
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 646, 2. júlí 2007, um uppboðsmarkaði sjávarafla.

1. gr.

Fyrri málsliður 17. gr. orðist svo: Kaupandi skal greiða söluverð strax þegar afli hefur verið sleginn honum eða setja viðhlítandi ábyrgð fyrir greiðslu sem uppboðsstjóri metur gilda.

2. gr.

18. gr. orðist svo: Seljandi ber allan kostnað sem fellur á aflann fram að sölu þ.m.t. löndunar- og flutningskostnað en kaupandi ber áfallinn kostnað eftir sölu.

3. gr.

Fyrri málsliður 21. gr. orðist svo: Leyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit yfir selt aflamagn hvers dags og verð þess.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 79, 24. maí 2005, um uppboðs­markaði sjávarafla, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. ágúst 2007.

F. h. r.

Arndís Á. Steinþórsdóttir.

Þórður Eyþórsson.

B deild - Útgáfud.: 30. ágúst 2007