Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1210/2017

Nr. 1210/2017 18. desember 2017

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er heimilt að leggja á árlegt sorphirðugjald (urðunar- og sorp­hreinsi­gjald).

2. gr.

Sorphirðugjaldið er lagt á hverja íbúð í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar og er það innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld. Auk þess er innheimt hálft gjald af frístundahúsum sem innheimt er með sama hætti.

Búrekstraraðilum er gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir ílát undir búrekstrarúrgang, flutning hans og förgun samkvæmt gjaldskrá þessari. Þá er lagt á búfjáreigendur sérstakt gjald til að standa straum af kostnaði við förgun dýraleifa og tekur gjaldið mið af því að það standi undir kostnaði við förgunina.

3. gr.

Sorphirðugjaldið og úrvinnslugjald á endurvinnslustöð á Dalvík er sem hér greinir:

  a) Íbúðir, sorphirðugjald, kr. 42.443.
  b) Frístundahús, kr. 21.222.
  c) Gjöld vegna úrgangs sem tekið er á móti í endurvinnslustöð eru eftirfarandi:
    Fyrir áætlað lágmarksmagn allt að 100 kg eða 1,5 m³ skal greiða móttöku- og flutn­ings­gjald kr. 3.864 og urðunargjald kr. 4.664 eða samtals kr. 8.528.
    Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals móttöku- og flutningsgjald kr. 39,3 og kr. 46,75 urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m³ umfram 1,5 m³ bætist móttöku- og flutn­ings­gjald kr. 3.864 og urðunargjald kr. 4.664.
  d) Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, s.s.: pappa­umbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.
  e) Íbúar Dalvíkurbyggðar þurfa ekki að greiða móttökugjald fyrir úrgang sem tengdur er venju­legum heimilisrekstri á endurvinnslustöð á Dalvík.

4. gr.

Úrvinnslugjald vegna úrgangs frá búrekstri og dýraleifa er eftirfarandi:

  1. 240 lítra tunna fyrir almennan úrgang losuð tvisvar í mánuði, 33.960 kr./ár.
  2. 360 lítra tunna fyrir almennan úrgang losuð tvisvar í mánuði, 45.280 kr./ár.
  3. 240 lítra endurvinnslutunna losuð einu sinni í mánuði, 16.817 kr./ár.
  4. Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar samkvæmt búfjár­eftirlitsskýrslu og er eftirfarandi:
    Nautgripir 1.036 kr./grip Sauðfé og geitfé 191 kr./grip
    Hross    407 kr./grip Grísir 674 kr./grip

5. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, er staðfest sam­kvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og mengunarvarnir, ásamt síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur gjald­skrá um sorp­hirðu í Dalvíkurbyggð nr. 1170/2016 úr gildi.

Samþykkt á fundi umhverfisráðs 7. nóvember 2017.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 14. desember 2017.

Dalvíkurbyggð, 18. desember 2017.

Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 2. janúar 2018