Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1137/2018

Nr. 1137/2018 5. desember 2018

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016.

1. gr.

Á eftir 1. málslið 3. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Þá skulu a.m.k. tveir þriðju hlutar fjármagnsins renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalágum leigjendum á vinnumarkaði.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 13. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, sbr. lög nr. 65/2018, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 5. desember 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. desember 2018