Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 833/2019

Nr. 833/2019 28. ágúst 2019

AUGLÝSING
um staðfestingu námsbrautarlýsinga framhaldsskóla.

1. gr.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skv. 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, staðfest eftirfarandi námsbrautarlýsingar. Staðfesting felur í sér að lýsing á uppbyggingu náms­brauta, tengslum við atvinnulíf og/eða önnur skólastig, uppbyggingu náms á hæfniþrep, inntöku­skilyrðum og skilyrðum um framvindu náms, grunnþáttum og lykilhæfni og námsmati sé í samræmi við aðal­námskrá framhaldsskóla. Hinar staðfestu námsbrautarlýsingar teljast þar með hluti af aðal­námskrá framhaldsskóla, sbr. auglýsingu nr. 674/2011.

Staðfestingin tekur ekki til einstakra áfangalýsinga heldur lýsingar á uppbyggingu námsbrauta, tengslum við atvinnulíf og/eða önnur skólastig, uppbyggingu náms á hæfniþrep, inntökuskilyrðum og skilyrðum um framvindu náms, upplýsingum um grunnþætti, lykilhæfni og námsmat.

Skólar bera ábyrgð á að áfangalýsingar námsbrauta og kennsla falli að hæfniviðmiðum brautar og þeim ramma sem aðalnámskrá setur skólastarfi.

Nánari upplýsingar um námsbrautir má finna á vef Menntamálastofnunar:

https://mms.is/stadfestar-namsbrautalysingar.

2. gr.

Heiti námsbrautar Raðnúmer
Almennt nám matvæla- og ferðagreina, grunnnám starfsgreina, hæfniþrep 1 (19-150-1-2)
Bílamálun, bílamálari, hæfniþrep 3 (19-299-3-8)
Fisktæknibraut, fisktæknir, hæfniþrep 2 (19-284-2-5)
Framhaldsskólabrú, framhaldsskólapróf, hæfniþrep 1 (19-339-1-1)
Grunnnám matvæla- og ferðagreina, grunnnám starfsgreina, hæfniþrep 1 (19-83-1-2)
Matartæknir, matartæknir, hæfniþrep 3 (19-288-3-8)
Málm- og véltæknibraut - rennismíði, rennismiður, hæfniþrep 3 (19-180-3-8)
Málm- og véltæknibraut - stálsmíði, stálsmiður, hæfniþrep 3 (19-173-3-8)
Málm- og véltæknibraut - vélvirkjun, vélvirki, hæfniþrep 3 (19-179-3-8)
Snyrtibraut, snyrtifræðingur, hæfniþrep 3 (19-315-3-8)
Starfsbraut, starfsbraut, hæfniþrep 1 (19-431-1-12)
Tölvuleikjagerð, stúdent, hæfniþrep 3 (19-430-3-7)

3. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 20. júní 2019.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. september 2019