Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 867/2022

Nr. 867/2022 5. júlí 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 95/2021.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/778 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er það varðar við hvaða aðstæður og með hvaða skilyrðum hægt er að fresta greiðslu á sérstökum eftir á framlögum að hluta til eða að öllu leyti, og um viðmiðanir til að ákvarða starfsemi, þjónustu og rekstur að því er varðar nauðsynlega starfsemi, og til að ákvarða starfssvið og tengda þjónustu varðandi kjarnastarfssvið. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019 og er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 1-7.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 3. gr. og 4. mgr. 87. gr. b laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 5. júlí 2022.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Hjörleifur Gíslason.


B deild - Útgáfud.: 19. júlí 2022