Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 322/2011

Nr. 322/2011 10. mars 2011
REGLUR
um breytingar á reglum um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri nr. 885/2009.

1. gr.

Í öðrum málslið 1. gr. bætist við orðið „vettvangsnámi“.

Málsliðurinn verður þannig: Með símati er átt við námsmat sem fer fram utan reglulegrar próftíðar, til dæmis með símatsprófum, ritgerðum, munnlegum og skriflegum skýrslum, dagbókum, námsmöppum (portfolios), vettvangsnámi eða þátttöku í kennslustundum.

2. gr.

Annar málsliður í staflið d) í 2. gr. verður (nýr málsliður): Nemendum skulu birtar einkunnir úr símatsþáttum innan 30 daga frá skila- eða prófdegi.

3. gr.

Í staflið f) í 3. gr. fellur burt orðið „kennslusviðs“.

Málsliðurinn verður þannig: Að sjá um, í samvinnu við aðra starfsmenn, að úrlausnir berist til viðkomandi umsjónarkennara.

4. gr.

Í staflið b) í 4. gr. falla burt orðin „bakkalárnámi, meistaranámi og doktorsnámi“ og í staðinn kemur orðið: framhaldsnámi.

Málsliðurinn verður þannig: Vegna lokaverkefna í framhaldsnámi.

5. gr.

Í staflið e) í 4. gr. breytist vísun í „grein 7 e“ í: grein 7 c.

6. gr.

Á eftir 5. málslið í staflið d) í 5. gr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Nemanda sem ekki hefur náð lágmarkseinkunn í námskeiði og hefur skilað inn vottorði vegna prófs í viðkomandi námskeiði í reglulegri próftíð, sjúkra- og endurtökupróftíð eða hvoru tveggja, er heimilt að taka prófið næst þegar reglulegt próf er haldið í námskeiðinu. Hafi nemendi þá ekki náð lágmarkseinkunn verður hann að endurskrá sig í námskeiðið.

7. gr.

Í öðrum málslið stafliðar e) í 5. gr. bætast við orðin: fyrir endurtökupróf.

Málsliðurinn verður þannig: Háskólanum er heimilt að að innheimta próftökugjald sem ákveðið er af háskólaráði fyrir endurtökupróf og skal greiðsla fara fram við skráningu í próf.

8. gr.

Í þriðja málslið stafliðar e) í 5. gr. falla niður orðin „sjúkra- og“. Málsliðurinn verður þannig: Skráning í endurtökupróf er ekki gild nema prófgjald berist áður en skráningarfrestur í prófið rennur út.

9. gr.

Í þriðja málslið stafliðar a) í 7. gr. falla niður orðin „aðeins á viðkomandi skólaári nema deild ákveði aðra reglu“ og í staðinn kemur: meðan nemandinn hefur próftökurétt, nema deild ákveði aðra reglu. Málsliðurinn verður þannig: Hafi nemandi staðist námsmatsþátt en ekki náð tilskilinni lokaeinkunn, gildir einkunn fyrir þann námsmatsþátt sem nemandinn stóðst meðan nemandinn hefur próftökurétt, nema deild ákveði aðra reglu.

10. gr.

Í áttunda málslið stafliðar a) í 7. gr. breytist „Kennslusvið sér“ í: Skrifstofu­stjórar/kennslusvið sjá.

11. gr.

Fyrsti og annar málsliður stafliðar b) í 7. gr. breytast og verða: Útskýringar á lokaeinkunn. Nemandi á rétt á að fá útskýringar frá kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar innan 15 daga frá birtingu lokaeinkunnar eða á sýnidegi prófs sem halda skal innan 15 daga frá birtingu lokaeinkunnar.

12. gr.

Í þriðja málslið stafliðar e) í 7. gr. fellur niður orðið „veikindi“ og í staðinn kemur orðið: vottorð.

13. gr.

Reglur þessar, samþykktar af háskólaráði 28. febrúar 2011 eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla með síðari breytingu og reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 og öðlast þegar gildi.

Akureyri, 10. mars 2011.

Stefán B. Sigurðsson rektor.

Daníel Freyr Jónsson, verkefnis-
stjóri prófa og fjarkennslu.        

B deild - Útgáfud.: 28. mars 2011