Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 668/2019

Nr. 668/2019 15. júlí 2019

AUGLÝSING
um samþykkt á nýju deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun sem hér segir:

Dalland.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreitum og stækkun á núverandi byggingarreitum. Skipulagssvæðið er 86,5 ha og innan þess gerir tillagan ráð fyrir eftirfarandi byggingarsvæðum:

Svæði ÍB: Svæði með íbúðarhúsi, gróðurhúsi og vinnustofu. Þar verður heimilt að auka bygg­ingarmagn úr 482 m² í allt að 900 m².
Svæði 1-3: Heimilt verði að byggja allt að 250 m² starfsmannahús.
Svæði HE-1: Á svæðinu er 1.736 m² tamningarstöð, heimilt verði að byggja við svo heildar­byggingarmagn verði allt að 3.000 m².
Svæði HE-2: Á svæðinu er hesthús, heimilt verði að byggja við svo byggingarmagn verði allt að 400 m².

Ofangreind ný deiliskipulagsáætlun hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 15. júlí 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 16. júlí 2019