Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 97/2016

Nr. 97/2016 20. september 2016

FORSETABRÉF
um þingrof og almennar kosningar til Alþingis.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: 

Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að samhljómur sé um það á milli flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, sbr. nýsamþykkt lög nr. 89/2016, um breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að flýta almennum kosningum til Alþingis. 

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, eins og henni var breytt með 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 51/1991, sbr. 21. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er með skírskotun til framanritaðs ákveðið að þing verði rofið 29. október 2016 og að almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag.

Gjört í Reykjavík, 20. september 2016.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 20. september 2016