Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1256/2017

Nr. 1256/2017 18. desember 2017

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað tölunnar „90“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglnanna kemur: 100.

2. gr.

Í stað tölunnar „12“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. a. reglnanna kemur: 14.

3. gr.

Í stað tölunnar „48“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglnanna kemur: 50.

4. gr.

6. gr. reglnanna orðast svo:

Fjöldi nýrra nemenda í námi til MS-prófs prófs í hagnýtri sálfræði, kjörsviðinu klínísk sálfræði, til starfsréttinda samkvæmt lögum nr. 40/1976, takmarkast við töluna 20.

Fjöldi nýrra nemenda á öðrum kjörsviðum MS-náms í hagnýtri sálfræði takmarkast við töluna 15.

Ef þeir sem sækja um að hefja nám til MS-prófs í hagnýtri sálfræði, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:

  1. Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði.
  2. Viðtölum.
  3. Öðru námi sem umsækjandi hefur lokið.
  4. Birtingum í ritrýndum tímaritum.
  5. Starfsreynslu umsækjanda.
  6. Greinargerðum um fyrirhugað starfsval.
  7. Meðmælabréfum.

Sérstök inntökunefnd sálfræðideildar annast val nemenda.

5. gr.

Á eftir 1. mgr. 8. gr. reglnanna bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

  1. Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í klínískri næringarfræði takmarkast við töluna 2. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
  2. Einkunnum í háskóla.
  3. Starfsreynslu.
  4. Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið.
  5. Meðmælum frá vinnuveitanda ef viðkomandi hefur starfsreynslu, annars frá kennara umsækjanda í háskóla.
  6. Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir.

Sérstök inntökunefnd matvæla- og næringarfræðideildar annast val nemenda.

6. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða og deilda háskólans, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2018-2019.

Háskóla Íslands, 18. desember 2017.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 5. janúar 2018