Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 80/2023

Nr. 80/2023 30. janúar 2023

REGLUR
um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 frá 23. júlí 2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfa­miðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012 (hér eftir CSDR), hvað varðar:

  1. Kennistærðir fyrir útreikning á fjársektum vegna uppgjörsbrests og starfsemi verðbréfa­miðstöðva í gistiaðildarríkjum skv. 29. gr. laganna og 7. og 24. gr. CSDR.
  2. Varfærniskröfur fyrir verðbréfamiðstöðvar og tilnefndar lánastofnanir sem bjóða viðbótar­banka­þjónustu skv. 47. gr., 54 gr. og 59. gr. CSDR.
  3. Efni tilkynninga um innra uppgjör skv. 9. gr. CSDR.
  4. Starfsleyfi, eftirlitskröfur og rekstrarlegar kröfur fyrir verðbréfamiðstöðvar skv. 12., 17., 18., 22., 25., 26., 29., 33., 37., 45., 46., 48., 49., 52., 53. og 55. gr. CSDR.
  5. Sniðmát og verklag fyrir tilkynningar og sendingu upplýsinga um innra uppgjör skv. 9. gr. CSDR.
  6. Stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur vegna starfsleyfisveitingar, úttektar og mats á verðbréfamiðstöðvum, vegna samstarfs milli yfirvalda í heimaaðildarríki og gistiaðildarríki, vegna samráðs yfirvalda sem taka þátt í að veita starfsleyfi fyrir viðbótarbankaþjónustu, vegna aðgangs í tengslum við verðbréfamiðstöðvar og að því er varðar snið skránna sem verðbréfa­miðstöðvar skulu geyma skv. 17., 22., 24., 29., 33., 49., 52., 53. og 55. gr. CSDR.
  7. Aga í uppgjöri skv. 6. og 7. gr. CSDR.

 

2. gr.

Tilvísanir og skilgreiningar.

Almennir fjárfestar: Með tilvísunum í reglum þessum til almennra fjárfesta eins og þeir eru skil­greindir í 11. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við almenna fjárfesta skv. 5. tölu­lið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fagfjárfestar: Með tilvísunum í reglum þessum til fagfjárfesta eins og þeir eru skilgreindir í 10. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við fagfjárfesta skv. 14. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fjárfestingarþjónusta og starfsemi:Með tilvísunum í reglum þessum til fjárfestingarþjónustu og starfsemi sem fellur undir tilskipun 2014/65/ESB er átt við fjárfestingarþjónustu og fjárfestingar­starfsemi skv. 16. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Framkvæmd fyrirmæla: Með tilvísunum í reglum þessum til framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina eins og hún er skilgreind í 5. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við fram­kvæmd fyrirmæla skv. 18. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármála­gern­inga.

Framkvæmd uppgjörskaupa á bestu fáanlegu kjörum: Með tilvísunum í reglum þessum til skyldu til að framkvæma uppgjörskaup á bestu fáanlegum kjörum í samræmi við 27. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við bestu framkvæmd skv. 48. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármála­gerninga.

Framseljanleg verðbréf:

Með tilvísunum í reglum þessum til framseljanlegra verðbréfa eins og um getur í a-lið 44. tölu­liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við verðbréf skv. a-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Með tilvísunum í reglum þessum til framseljanlegra verðbréfa sem um getur í b-lið 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við verðbréf skv. b-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Með tilvísunum í reglum þessum til framseljanlegra verðbréfa sem um getur í c-lið 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við verðbréf skv. c-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Kauphallarsjóðir: Með tilvísunum í reglum þessum til kauphallarsjóða, eins og þeir eru skil­greindir í 46. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við kauphallarsjóði skv. 29. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Peningamarkaðsgerningar: Með tilvísunum í reglum þessum til peningamarkaðsgerninga, ann­arra en ríkisskuldabréfa sem um getur í 61. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB, er átt við peningamarkaðsgerninga skv. 45. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármála­gerninga.

Ríkisskuldabréf: Með tilvísunum í reglum þessum til ríkisskulda eða ríkisskuldabréfa sem um getur í 61. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við ríkisskuld skv. 49. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Ríkisútgefandi: Með tilvísunum í reglum þessum til ríkisútgefanda, eins og hann er skilgreindur í 60. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við ríkisútgefanda skv. 50. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Uppgjörsfyrirmæli: Með tilvísunum í reglum þessum til uppgjörsfyrirmæla eins og þau eru skilgreind í i-lið 2. gr. tilskipunar 98/26/EB er átt við fyrirmæli skv. 7. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/1999 um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 1-206, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 16. júlí 2020, bls. 36, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/389 frá 11. nóvember 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar kennistærðir fyrir útreikning á fjársektum vegna uppgjörsbrests og starfsemi verðbréfamiðstöðva í gistiaðildar­ríkjum.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/390 frá 11. nóvember 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um tilteknar varfærniskröfur fyrir verðbréfamiðstöðvar og tilnefndar lánastofnanir sem bjóða viðbótarbankaþjónustu.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/391 frá 11. nóvember 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina frekar efni tilkynninga um innra uppgjör.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/392 frá 11. nóvember 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um starfsleyfi, eftirlitskröfur og rekstrarlegar kröfur fyrir verðbréfamiðstöðvar.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/393 frá 11. nóvember 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát og verklag fyrir tilkynningar og sendingu upplýsinga um innra uppgjör í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/394 frá 11. nóvember 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur vegna starfsleyfisveitingar, úttektar og mats á verðbréfamiðstöðvum, vegna samstarfs milli yfir­valda í heima­aðildarríki og gistiaðildarríki, vegna samráðs yfirvalda sem taka þátt í að veita starfs­leyfi fyrir viðbótarbankaþjónustu, vegna aðgangs í tengslum við verðbréfamiðstöðvar og að því er varðar snið skránna sem verðbréfamiðstöðvar skulu geyma í samræmi við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar­innar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 66 frá 14. októ­ber 2021, bls. 3-55 og 116-117, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 309/2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 5. mars 2020, bls. 68 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2021, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1229 frá 25. maí 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um aga í uppgjöri.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/70 frá 23. október 2020 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2018/1229 um tæknilega eftirlitsstaðla um aga í uppgjöri, að því er varðar gildistöku hennar.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt 1.-10. og 12.-24. tölulið 32. gr. laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, öðlast gildi 1. febrúar 2023, að frátöldum 21.-38. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1229 sem öðlast gildi 2. nóvember 2025. Við gildistöku reglnanna falla úr gildi reglur nr. 1591/2021 um verðbréfauppgjör og verðbréfa­miðstöðvar.

 

Seðlabanka Íslands, 30. janúar 2023.

 

  Ásgeir Jónsson Björk Sigurgísladóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits.

B deild - Útgáfud.: 31. janúar 2023