Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 772/2023

Nr. 772/2023 4. júlí 2023

REGLUR
um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki skal birta upplýsingar skv. 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 18. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með þeim hætti og með þeirri tíðni sem kveðið er á um í reglugerð (ESB) 2021/637, með síðari breytingum, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með vísan til 2. gr. reglna þessara gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/637 frá 15. mars 2021 um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi birtingu upplýsinga sem um getur í II. og III. bálk í 8. hluta reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og fellir úr gildi fram­kvæmdar­reglugerð (ESB) nr. 1423/2013, framselda reglugerð (ESB) 2015/1555, fram­kvæmdar­reglugerð (ESB) 2016/200 og framselda reglugerð (ESB) 2017/2295, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2022 frá 8. júlí 2022.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1018 frá 22. júní 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/637 um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi birtingu vísa sem notaðir eru til að tilgreina kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu og sem fellir úr gildi framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1030/2014, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2022 frá 8. júlí 2022.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/631 frá 13. apríl 2022 um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/637 um tæknilega framkvæmdarstaðla varð­andi birtingu upplýsinga um áhættuskuldbindingar vegna vaxtaáhættu í stöðum utan veltu­bókar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 247/2022 frá 23. september 2022.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2453 frá 30. nóvember 2022 um breytingar á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/637 að því er varðar tæknilega fram­kvæmdar­staðla varðandi birtingu upplýsinga um áhættu vegna umhverfislegra þátta, félags­legra þátta og stjórnarhátta.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2021/637, 2021/1018, 2022/631 og 2022/2453 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambands­ins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R0637, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 136, þann 21. apríl 2021, bls. 1-327;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R1018, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 224, þann 24. júní 2021, bls. 6-8;
  3.  https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0631, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 117, þann 19. apríl 2022, bls. 3-10;
  4. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R2453, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 324, þann 19. desember 2022, bls. 1-54.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 81. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1700/2022, um upplýs­inga­skyldu fjármálafyrirtækja.

 

Seðlabanka Íslands, 4. júlí 2023.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 18. júlí 2023