Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 266/2020

Nr. 266/2020 9. mars 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að kveða á um tímabundnar ráðstafanir sem gilda um vöru­flutninga á vegum milli Evrópska efnahagssvæðisins og Bretlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

 

2. gr.

Innleiðing.

Við 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1795 um breytingu á reglugerðum (ESB) 2019/501 og (ESB) 2019/502 að því er varðar gildistíma þeirra frá 24. október 2019, eins og hún er tekin upp í EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 272/2019 frá 31. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 201-203.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 11. gr., sbr. 34. gr. laga nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi og öðlast gildi þann dag er Bretland gengur úr Evrópusambandinu án útgöngu­samnings.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. mars 2020.

 

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Sóley Ragnarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 27. mars 2020