Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 151/2021

Nr. 151/2021 4. febrúar 2021

GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir dagdvöl aldraðra á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2021 og eru án samnings um verð við Sjúkratryggingar Íslands.

1. gr.

Gildissvið.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við dagdvöl skv. gjaldskrá þessari. Gjaldskráin tekur til þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga í dagdvalarrýmum á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2021 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 38. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 7. gr. reglu­gerðar nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra, með síðari breytingum.

 

2. gr.

Daggjöld vegna þjónustu í dagdvalarrýmum.

Daggjald fyrir þjónustu í dagdvalarrými er greitt eftir hvern almanaksmánuð.

Tilgreindur fjöldi dagdvalarrýma ákvarðar umfang þjónustunnar sem greiðsluþátttaka Sjúkra­trygginga Íslands tekur til. Miðað er við að þjónusta í dagdvalarrými sé í boði 250 daga ársins.

Miðað er við að ein koma í dagdvalarrými vari í a.m.k. 6 klst. á dag. Innifalið í daggjöldum dagdvalarrýma er nauðsynlegur flutningskostnaður og hvers konar þjónusta sem látin er í té á stofn­unum, sbr. meðal annars reglugerðir nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra og nr. 427/2013, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðis­þjónustu.

Daggjöld fyrir dagdvalarrými skulu vera sem hér segir:

Tegund dagdvalar   Fjöldi dagdvalarrýma  Daggjald kr. 
A. Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins.    
Dagdvöl fyrir heilabilaða Drafnarhús, dagdvöl, Hafnarfirði 22 17.565 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Eir, Reykjavík 48 17.565 
Almenn dagdvöl Eir - Hlaðhamrar, Mosfellsbæ   9  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Fríðuhús, dagdvöl, Reykjavík 18 17.565 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Hlíðarbær, dagdvöl, Reykjavík 22 17.565 
Almenn dagdvöl Hrafnista, Sléttuvegi, Reykjavík 30  8.032
Almenn dagdvöl Hrafnista, Boðaþingi, Kópavogi 30  8.032
Almenn dagdvöl Hrafnista, Hafnarfirði 26  8.032
Almenn dagdvöl Hrafnista Ísafold, Garðabæ 16  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Hrafnista Ísafold, Garðabæ   4 17.565 
Dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu Hrafnista, Reykjavík 30 21.951 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Hrafnista, Reykjavík 30 17.565 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Maríuhús, dagdvöl, Reykjavík 22 17.565 
Almenn sérhæfð dagdvöl Múlabær, dagdvöl, Reykjavík 52 11.455 
Dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu Múlabær, dagdvöl, Reykjavík   8 21.951 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Roðasalir, Kópavogi 20 17.565 
Almenn dagdvöl Sóltún öldrunarþjónusta - Sólvangur, Hafnarfirði 14  8.032
Almenn dagdvöl Vigdísarholt - Sunnuhlíð, Kópavogi 21  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Vigdísarholt - Sunnuhlíð, Kópavogi   9 17.565 
Dagdvöl fyrir heilabilaða Vitatorg, dagdvöl, Reykjavík 18 17.565 
Almenn dagdvöl Þorrasel, dagdvöl, Reykjavík 50  8.032
       
B. Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja.    
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Grindavík   5  8.032
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Reykjanesbæ 18  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Dagdvöl aldraðra, Reykjanesbæ 15 17.565 
       
C. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands.    
Almenn dagdvöl Brákarhlíð, Borgarnesi   4  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Brákarhlíð, Borgarnesi   1 17.565 
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Hvammstanga   5  8.032
Almenn dagdvöl Dvalarh. aldraðra, Stykkishólmi   2  8.032
Almenn dagdvöl Höfði, Akranesi 25  8.032
       
D. Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða.    
Almenn dagdvöl Hlíf, dagdvöl, Ísafirði   8  8.032
Almenn dagdvöl Sunnuhlíð, dagdvöl, Suðureyri   5  8.032
       
E. Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.    
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Siglufirði   7  8.032
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Skagafirði 11  8.032
Almenn dagdvöl Dalbær, Dalvík 14  8.032
Almenn dagdvöl Hornbrekka, Ólafsfirði   6  8.032
Almenn dagdvöl Hvammur, Húsavík 23  8.032
Almenn dagdvöl Naust, Þórshöfn   4  8.032
       
F. Heilbrigðisumdæmi Austurlands.    
Almenn dagdvöl Dagdvalarheimilið Breiðdalsvík   5  8.032
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Djúpavogi   4  8.032
Almenn dagdvöl Hlymsdalir, Egilsstöðum   5  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Hlymsdalir, Egilsstöðum   3 17.565 
Almenn dagdvöl Sundabúð Vopnafirði   1  8.032
       
G. Heilbrigðisumdæmi Suðurlands.    
Almenn dagdvöl Árborg, dagdvöl, Selfossi 16  8.032
Dagdvöl fyrir heilabilaða Árborg, dagdvöl, Selfossi 15 17.565 
Almenn dagdvöl Ás, Hveragerði   5  8.032
Almenn dagdvöl Dagdvöl aldraðra, Þorlákshöfn   8  8.032
Almenn dagdvöl Hjallatún, Vík   2  8.032
Almenn dagdvöl Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 10  8.032
Almenn dagdvöl HSU, Hornafirði   7  8.032
Almenn dagdvöl Kirkjuhvoll, Hvolsvelli   2  8.032
Almenn dagdvöl Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri   1  8.032
Almenn dagdvöl
Lundur, Hellu
  2
 8.032
    738   

 

3. gr.

Húsnæðisgjald.

Húsnæðisgjald fyrir dagdvalarrými mætir viðhaldskostnaði húsnæðis sem nýtt er til reksturs þeirra. Húsnæðisgjald árið 2021 er 408 kr. á dag fyrir að hámarki 30 fermetra dagdvalarrými.

Húsnæðisdaggjaldið fyrir dagdvalarrými hlutfallast í samræmi við stærð rýmisins og reiknast aldrei á stærra rými en hámarkið segir til um.

 

4. gr.

Greiðsluþátttaka.

Greiðsluþátttaka hins sjúkratryggða vegna dagdvalar fer samkvæmt 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, og reglugerð nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra, með síðari breytingum.

 

5. gr.

Dagdvöl.

Umsóknir um dagdvöl skulu berast til viðkomandi rekstraraðila eða heimilis sem býður upp á úrræðið. Þurfi að forgangsraða umsækjendum skulu þeir ganga fyrir sem eru í mestri þörf fyrir úrræðið. Auk þess skal taka tillit til dagsetningar umsóknar og þess hvort umsækjandi hafi áður verið í sams konar úrræði og þá hversu langt er liðið frá því að það var síðast notað.

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Þar skal veitt hjúkrunarþjónusta og vera aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Boðið skal upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins, mat á heilsufari, þjálfun, tómstunda­iðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs, sbr. lög nr. 125/1999 og reglugerð nr. 1245/2016, með síðari breytingum.

A. Almenn dagdvöl.

Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem að staðaldri þurfa eftirlit, umsjá og stuðning til að geta búið heima. Notendur dagdvalar geta sótt þjónustuna daglega eða tiltekna daga í viku hverri. Tryggja þarf notendum dagdvalar heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hvers og eins.

B. Dagdvöl fyrir heilabilaða.

Dagdvölin tekur m.a. til sjúkra- og/eða iðjuþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm og miðar þjónustan að því að rjúfa einangrun einstaklinganna, gefa þeim kost á að umgangast jafningja, taka þátt í daglegum athöfnum og þjálfa hug og hönd eins og geta hvers og eins býður. Áhersla er á að gera einstaklingnum kleift að búa heima og viðhalda sjálfhjálpargetu með því að bjóða upp á örvandi og hvetjandi starfsemi og fresta þannig þörf fyrir sólarhringsumönnun. Þjón­ustan skal taka mið af þörfum einstaklingsins, áhuga, getu og óskum. Leggja skal áherslu á sveigjan­leika í starfseminni, fjölbreytta virkni, þjálfun og afþreyingu út frá mismunandi þörfum og áhuga. Þannig skal stuðla að umönnun sem eflir styrk og getu, stuðlar að vellíðan og eykur öryggi. Leggja skal áherslu á að skapa rólegt og öruggt umhverfi með faglegri umhyggju. Einnig skal huga að mikilvægi upplýsingagjafar til einstaklingsins og aðstandenda hans.

C. Dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu.

Í dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu felst dagþjálfun þar sem áhersla er lögð á líkamlega þjálfun og félagslega virkni. Þjónustan er eingöngu fyrir aldraða þar sem endurhæfing er forsenda þess að viðkomandi geti áfram búið heima eða fyrir aldraða sem þarfnast endurhæfingar í kjölfar sjúkrahúslegu. Dagþjálfunin er 8-10 vikna úrræði 3-5 daga vikunnar og opin frá kl. 8-19 alla virka daga.

Umsókn til meðferðaraðila skal vera á þar til gerðu eyðublaði þjónustuaðila. Með henni skal fylgja lækna- og/eða hjúkrunarbréf þar sem fram kemur að þörf sé á þjálfun til dæmis sjúkra- og/eða iðjuþjálfun. Ef umsókn er samþykkt skal inntökuteymi þjónustuaðila gera mat á markmiðum og skipulagi þjálfunar í samráði við fagaðila og skal það uppfært mánaðarlega eða eftir því sem við á.

D. Almenn sérhæfð dagdvöl.

Á eingöngu við um Múlabæ.

 

6. gr.

Rafræn samskipti og reikningsupplýsingar.

Reikningar skulu uppfylla skilyrði laga og reglna á hverjum tíma. Þeir skulu vera á því formi sem Sjúkratryggingar Íslands ákveða. Reikningar er varða þjónustu sem veitt er á grundvelli gjald­skrár þessarar skulu sendir Sjúkratryggingum Íslands rafrænt mánaðarlega. Við sendingu rafrænna reikningsupplýsinga ber að fara eftir færslulýsingu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt og skulu þær berast SÍ í síðasta lagi 10. dag hvers mánaðar, fyrir liðinn mánuð.

Rafræn samskipti aðila og varðveisla gagna skulu fara eftir ákvæðum laga um bókhald nr. 145/1994. Rekstraraðilar bera kostnað af innskráningu upplýsinga en ekki af rekstri og viðhaldi RAI-gagnagrunns og þjónustukerfa Sjúkratrygginga Íslands.

Ef ekki reynist unnt að ákvarða rétt til greiðslu eða fjárhæð hennar vegna skorts á nauðsyn­legum upplýsingum er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að fresta greiðslu þar til úr því er bætt. Stofn­unin skal gera viðkomandi heimili viðvart ef til frestunar kemur, leiðbeina um hvaða upp­lýsingar skortir og skora á það að veita þær innan viðhlítandi frests.

 

7. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með stoð í 38. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 7. gr. reglu­gerðar nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra, með síðari breytingum. Hún telst vera ívilnandi og gildir frá 1. janúar 2021 og er gildistími sá sami og kveðið er á um í 7. gr. reglugerðar nr. 1245/2016, með síðari breytingum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1258/2019.

 

Sjúkratryggingum Íslands, 4. febrúar 2021.

 

María Heimisdóttir.

Júlíana H. Aspelund.


B deild - Útgáfud.: 12. febrúar 2021