1. gr.
Á eftir 5. mgr. 5. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Ef ekki tekst að ná þeim fjölda nemenda sem kveðið er á um í fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræði ár hvert er deildinni heimilt að bjóða umsækjendum inntöku á grundvelli sömu skilmála og kveðið er á um í 1. mgr. þessarar greinar.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 11. mgr. 98. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 7. apríl 2017.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|