Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 880/2021

Nr. 880/2021 22. júlí 2021

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 650/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Öllum flugrekendum/umráðendum loftfara er skylt að kanna hvort farþegi hafi, áður en farið er um borð í loftfar, fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð (bólusetningu) gegn COVID-19 (SARS-CoV-2); eða vottorð um að COVID-19 sýking sé afstaðin; eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu prófs á COVID-19, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga, sbr. reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, eins og hún er á hverjum tíma. Farþegi sem framvísar viðurkenndu vottorði um ónæmisaðgerð gegn COVID-19 eða vottorði um að COVID-19 sýking sé afstaðin skal að auki framvísa vottorði eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu COVID-prófs sem er annaðhvort kjarnsýrupróf (PCR-próf) eða mótefnavakapróf (antigen próf, hraðpróf), sem er ekki eldra en 72 klst. Skyldur flugrekenda/umráðenda loftfara til að kanna hvort farþegi hafi framangreind vottorð eða staðfestingu nær aðeins til þess að staðreyna nafn farþega á vottorði eða staðfestingu og gildis- og útgáfutíma skjals, ef við á, og kanna hvort vottorð eða staðfesting beri með sér yfirbragð þess að vera vottorð eða staðfesting í samræmi við fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í bráðabirgðaákvæði, sbr. 2. mgr. 1. gr., og 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum, og tekur gildi frá og með 27. júlí 2021 kl. 00.00 að alþjóðlegum staðaltíma (UTC) og gildir til 31. desember 2021 kl. 23.59 að alþjóðlegum staðaltíma (UTC).

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 22. júlí 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


B deild - Útgáfud.: 26. júlí 2021