Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 633/2020

Nr. 633/2020 25. júní 2020

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem hér segir:

 

Engjavegur 6.
Breytingin varðar aðeins lóðina Engjaveg 6, L177032, og felur í sér stækkun á byggingarreit og breytingar á skilmálum um stærðir í töflu greinargerðar. Heimilt verður að reisa 130 m² nýbyggingu innan lóðar í stað 50 m² viðbyggingar.

 

Vogatunga 18-24.
Breytingin varðar raðhús í Vogatungu og land Mosfellsbæjar. Lóðir húsa eru stækkaðar til vesturs þar sem spilda úr landi Mosfellsbæjar, milli húsa og götu, er sameinuð lóðunum. Skilmálar deili­skipulags verða óbreyttir.

 

Ofangreindar breytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

 

F.h. Mosfellsbæjar, 25. júní 2020,

 

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 26. júní 2020