Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1144/2016

Nr. 1144/2016 13. desember 2016

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit.

1. gr.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skal, skv. 5. gr. samþykktar nr. 582/2008 um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit, innheimta gjald fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í sveitarfélaginu.

2. gr.

Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:

  Sumarhús (frístundahús) 12.320 kr. í sorphirðugjald
  Íbúðarhúsnæði 24.340 kr. í sorphirðugjald
  Íbúðir og sumarhús   2.500 kr. í sorpurðunargjald

Gjöld þessi miðast við vísitölu neysluverðs í október 2016 og uppfærast samkvæmt breytingum í janúar ár hvert, fyrst í janúar 2018 og skal gilda þannig næsta ár.

3. gr.

Sorphirðugjöld eru innheimt með fasteignagjöldum. Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti, 15. hvers mánaðar, í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí og ágúst, fyrsti gjalddagi 15. febrúar.

4. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar með stoð í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 1246/2012.

Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, 13. desember 2016.

Skúli Þórðarson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 22. desember 2016