Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 120/2022

Nr. 120/2022 27. janúar 2022

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf. fyrir hitaveitur, nr. 743/2008.

Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, hefur ráðuneytið staðfest eftir­farandi breytingu á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf., nr. 743/2008, er tekur gildi 1. febrúar 2022.

Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf., fyrir hitaveitur, nr. 743/2008, með síðari breytingum, breytist þannig:

 

1. Heitt vatn.

H90 og H99. Hitun íbúðarhúsnæðis.   Án vsk Orkuskattur M. 11% vsk
Minnst 74° hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst 9,62 0,19 10,89
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 43,31 0,87 49,04
H94 og H95. Hitun íbúðarhúsnæðis.        
Minnst 70° hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst 9,62 0,19 10,89
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 37,13 0,74 42,04
H98. Sala um varmaskipti.        
Minnst 74° hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst 6,03 0,12 6,83
Fastagjald kr./ári 342.430 6.849 387.700
Rúmmetragjald kr./m³ 26,02 0,52 29,46
H96. Vatnsmagn Suðureyri        
Minnst 70° hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst 5,56 0,11 6,29
Fastagjald kr./ári 18.837 377 21.328
Rúmmetragjald kr./m³ 20,43 0,41 23,13
I96 og H76. Suðureyri        
Minnst 60° hiti frá borholu        
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 91,56 1,83 103,66
I90, I91 og H70. Hitun Reykhólar.        
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 235,49 4,71 266,62
H79. Reykhólar.        
Auðlindagjald til ríkisins        
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 3,39 0,07 3,84
H77 og H78. Vatnsmagn. Reykhólar        
Sundlaugar og gróðurhús        
Fastagjald kr./ári 34.241 685 38.767
Rúmmetragjald kr./m³ 78,41 1,57 88,78

 

Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni. Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu. Fjárhæð skatts af heitu vatni skal vera 2,0% af smásöluverði.

 

2. Tengigjöld hitaveitu.

    Án vsk M. 11% vsk
20 mm stál og 25 mm Pex kr. 264.598 293.704
25 mm stál og 32 mm Pex kr. 343.978 381.816
32 mm stál og 40 mm Pex kr. 529.200 587.412
50 mm stál kr. 793.801 881.119
80 mm stál kr. 3.175.211 3.524.484
Aukamæligrind hitaveitu kr. 83.157 92.304
Uppsetning orkumælis kr. 45.922 50.973

 

Orkubúinu er heimilt að takmarka aðgang að heitavatnskerfi ef orkuöflun gefur tilefni til.

Sé fyrirsjáanlegt vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna að kostnaður við lagningu heimæðar verði meira en 50% hærri en gildandi gjaldskrá, skal greiða þann áætlaða kostnað sem er umfram 50%.

Sé ný heimæð ekki tekin í notkun eða veitu lokað, í 6 mánuði eða lengur má búast við afteng­ingu heimæðar. Hafi notkun aldrei hafist á nýrri heimæð eða fallið niður í veitum sem hafa verið í notkun, í að minnsta kosti 5 ár, telst heimæð aflögð og þarf að greiða fullt tengigjald til að notkun geti hafist. Fyrir skemmri tíma greiðist fastagjald fyrir þann tíma sem liðinn er frá aftengingu auk endurtengingar­gjalds (uppsetning orkumælis).

 

3. Niðurgreiðslur.

1. Niðurgreiðslur vegna hitunar íbúðarhúsnæðis.

Kostnaður við dreifingu orku til hitunar íbúðarhúsnæðis er greiddur niður samkvæmt ákvörðun ráðherra hverju sinni. Greiddar eru niður allt að 40.000 kílówattstundir á ári fyrir hverja íbúð þar sem föst búseta er. Sækja þarf um niðurgreiðslur til Orkustofnunar www.os.is. Orka frá kyntum hitaveitum til hitunar íbúðarhúsnæðis er greidd niður um 5,04 kr./kWh, 4,77 kr./kWh koma úr ríkissjóði og 0,27 kr./kWh koma frá Orkubúi Vestfjarða.

 

2. Umsókn um niðurgreiðslur.

Samkvæmt lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar nr. 78/2002 og lögum um breytingu á lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 58/2004 þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna.

Eigandi íbúðarhúsnæðis sem ekki hefur kost á fullri hitun með jarðvarma getur sótt um niður­greiðslu húshitunarkostnaðar til Orkustofnunar sem metur á grundvelli umsóknar hvort skilyrði laga þessara fyrir niðurgreiðslum sbr. 4. gr. séu uppfyllt. Sækja má um niðurgreiðslu með eftir­töldum leiðum:

Fylla út umsókn á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is og senda rafrænt til hennar.

Fylla út eyðublað á pappírsformi og senda í pósti til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Orkustofnun sendir eyðublaðið til þeirra sem þess óska.

Orkustofnun veitir fúslega nánari upplýsingar um niðurgreiðslulögin og aðstoðar íbúðar­eigendur við umsóknina eins og kostur er. Hringja má í síma 569 6000 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

 

4. Þjónusta.

    Án vsk Með 24% vsk
RI10. Vanskilainnheimta.      
Innheimtugjald kr./bréf Skv. verðskrá innheimtu­fyrirtækisins Motus 
RI20. Veita opnuð eftir lokun.      
Á dagvinnutíma kr. 13.297 16.488
Utan dagvinnutíma kr. 26.591 32.973
RÞ10. Mælaálestrar.      
Aukaálestur kr. 6.649 8.245
RÞ30. Útkall.      
Útkall á vinnutíma kr./útkall 15.921 19.742
Útkall utan vinnutíma kr./útkall 31.841 39.483

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. janúar 2022.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Stefán Guðmundsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 31. janúar 2022