Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 556/2022

Nr. 556/2022 4. maí 2022

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar, nr. 116/2021.

1. gr.

14. gr. samþykktarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Rafrænir fjarfundir.

Bæjarstjórnarmenn og nefndarmenn hafa heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Tryggt skal að þeir geti fylgst með því sem fram fer á fundinum, tekið þátt í atkvæðagreiðslu og öryggi í samskiptum á milli fundarmanna.

Þegar nefndarmaður tekur þátt í fundi með rafrænum hætti skal hann vera staddur í sveitar­félaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum þess.

 

2. gr.

K-liður I. kafla 16. gr. samþykktarinnar orðast svo:

Atkvæðagreiðsla. Á bæjarstjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum mála. Hjáseta telst þátt­taka í atkvæðagreiðslu. Ef jafnmörg atkvæði eru með málefni og á móti fellur það, en við kosningar ræður hlutkesti.

 

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 48. gr. samþykktarinnar:

  1. 3. tölul. A-liðar í 48. gr. samþykktarinnar orðast svo:
    Fræðslu- og frístundanefnd fer með fræðslu- og frístundamál samkvæmt lögum og reglu­gerðum þar um, ásamt þeim verkefnum sem nefndinni eru falin með erindisbréfi.
  2. Við B-lið 48. gr. samþykktarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
    Fjölmenningarráð sem fjallar um málefni innflytjenda í sveitarfélaginu og kemur þeim á framfæri, skapar vettvang til samskipta og stuðlar að fjölmenningarlegu samfélagi. Megin­hlutverk fjölmenningarráðs er að móta stefnu í fjölmenningarmálum sveitarfélagsins og fylgjast með framkvæmd laga og reglugerða. Í fjölmenningarráði eiga sæti fimm fulltrúar, tveir kosnir af bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

 

4. gr.

6. mgr. 50. gr. samþykktarinnar orðast svo:

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er staðgengill bæjarstjóra.

 

5. gr.

Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sett skv. 9. og 18. gr. sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 4. maí 2022.

 

F. h. r.

Guðni Geir Einarsson.

Hafdís Gísladóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. maí 2022