Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 304/2018

Nr. 304/2018 6. mars 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

5. mgr. 11. gr. reglnanna orðast svo:

Menntavísindasvið: deild faggreinakennslu, deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda, deild kennslu- og menntunarfræði og deild menntunar og margbreytileika.

2. gr.

XIII. kafli reglnanna breytist og orðast svo:

XIII. KAFLI

Menntavísindasvið.

Deildir menntavísindasviðs eru deild faggreinakennslu, deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, deild kennslu- og menntunarfræði og deild menntunarfræði og margbreytileika.

Deildirnar skulu hafa með sér náið samstarf til að nýta sem best mannafla, fjármuni, aðstöðu, tæki og búnað í þágu fjölbreyttrar menntunar og rannsókna.

Menntavísindasvið og deildir þess skulu enn fremur stuðla að nánu samstarfi við sameiginlega stjórnsýslu háskólans, önnur fræðasvið háskólans og deildir.

Um stjórn fræðasviða og deilda og önnur atriði sem lúta sömu reglum fer eftir ákvæðum II. kafla þessara reglna. Um inntökuskilyrði í einstakar deildir og námsleiðir fer eftir reglum sem háskólaráð setur, sbr. 47. gr. þessara reglna. Háskólaráð setur jafnframt sérstakar reglur um háskólastofnanir og um meistara- og doktorsnám í hverri deild.

Skipulag náms og rannsókna á menntavísindasviði tekur auk þess mið af þörfum viðkomandi greinar eða námsleiðar. Til þess að mæta þeim er hlutum námsins skipað á milli deilda fræða­sviðsins og kennurum vísað til starfa, sbr. 17. og 32. gr. Forseti fræðasviðs skipar sérstakar náms­stjórnir sem fara með málefni námsins, í umboði þeirra deilda sem aðild eiga að því, með sambæri­legum hætti og gildir um þverfræðilegt nám, sbr. 53. og 62. gr. Þverfræðilegt nám á sviðinu heyrir undir stjórn fræðasviðsins í samráði við deildir.

Menntavísindasvið skipar doktorsnámsnefnd til þess að hafa umsjón með doktorsnámi á sviðinu, í samræmi við nánari reglur sem stjórn sviðsins setur.

DEILD FAGGREINAKENNSLU.

117. gr.

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Deild faggreinakennslu veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til B.Ed.-prófs: Grunnskólakennsla með áherslu á erlend tungumál; grunnskólakennsla með áherslu á íslensku; grunnskólakennsla með áherslu á list- og verkgreinar; grunnskóla­kennsla með áherslu á náttúrugreinar og upplýsingatækni; grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar; grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði; kennslu­fræði verk- og starfsmenntunar.
  2. Til M.Ed.-prófs: Kennsla erlendra tungumála; kennsla íslensku; kennsla list- og verkgreina; kennsla náttúrugreina og upplýsingatækni; kennsla samfélagsgreina; kennsla stærðfræði.
  3. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Deild faggreinakennslu er skipað í fjórar námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Náms­braut í íslensku og erlendum tungumálum, námsbraut í list- og verkgreinum, námsbraut í sam­félags­greinum og námsbraut í stærðfræði, náttúrugreinum og upplýsingatækni.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra.

Deildinni er heimilt að skipuleggja stuttar námsleiðir í grunnnámi, sbr. ákvæði 55. gr. reglna þessara. Deildinni er enn fremur heimilt að gefa kost á viðbótarnámi að loknu fullgildu háskólanámi.

Námið við deild faggreinakennslu er ýmist skipulagt sem staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Deildin setur nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennsluskrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfsþjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennsluháttum og námsmati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina deildar faggreinakennslu, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Til B.Ed.-prófs er krafist minnst 180 eininga.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi frá deildinni, eða BA- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 30 einingar.

Heimilt er að skilgreina áherslusvið á námsleiðum bæði í grunn- og meistaranámi.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D., er krafist minnst 180 eininga að loknu meistaraprófi og til doktorsprófs í menntavísindum, Ph.D., er krafist 180-240 eininga að loknu meistaraprófi.

Framhaldsnám til meistaraprófs og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem deild faggreinakennslu setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Diplómanám í kennslufræði fyrir iðnmeistara er sjálfstætt 60 eininga grunnnám.

Nám til viðbótardiplómu er hægt að fá metið inn í meistaranám að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Nám í deild faggreinakennslu er skipulagt með hliðsjón af lögum og reglum um starfsréttindi.

118. gr.

Námsframvinda, námsmat og hámarksnámstími.

Kennslu til B.Ed.-prófs skal haga þannig að stúdent geti lokið 180 eininga námi á þremur árum. Hámarksnámstími til þess að ljúka B.Ed.-prófi er átta kennslumisseri frá því er stúdent var skrásettur í viðkomandi aðalgrein. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á. Kennslu til meistaraprófs til 120 eininga skal haga þannig að stúdent geti lokið náminu á tveimur árum. Hámarksnámstími til meistaraprófs er átta misseri frá því stúdent var skrásettur í viðkomandi nám. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á.

Stúdent er heimilt að sækja nám í aukagrein til annarra deilda, að fengnu samþykki deildar fag­greina­kennslu og þeirrar deildar sem námið er sótt til.

Námsmat getur byggst á skriflegum, munnlegum eða verklegum prófum, ritgerðum og verkefnum. Kennara er heimilt, með samþykki deildar, að meta starf í kennslustundum sem hluta af námsmati í einstökum námskeiðum. Ef mat á framlagi nemenda í kennslustundum er hluti af námsmati á móti prófi má gera kröfu um 80% mætingarskyldu í þeim tímum sem slíkt mat nær til. Ekki er heimilt að krefjast mætingarskyldu nema framlag í kennslustund sé metið sem hluti af lokaeinkunn og þarf það að koma skýrt fram í kennsluáætlun. Til að standast hvert einstakt námskeið þarf lágmarks­einkunn 5,0. Í námskeiðum þar sem námsmat er bæði byggt á prófum og verkefnum þarf lágmarks­einkunn 5,0 í hvoru tveggja. Ef prófþættir í námskeiði eru tveir eða fleiri er deildinni heimilt, að tillögu kennara, að krefjast þess að tilskilinni lágmarkseinkunn verði náð í hvorum eða hverjum prófþætti. Slík ákvörðun skal tilgreind í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um æfingaskyldu í námskeiðum og lágmarksframmistöðu stúdents í æfingum til þess að hann öðlist rétt til próftöku.

Þegar um er að ræða einstaklingsleiðsögn, metur leiðsögukennari lokaverkefni og gefur umsögn. Þegar um hópa er að ræða skipta leiðsögukennarar hvers hóps með sér verkum eða meta loka­verkefni í sameiningu og gefa umsögn um verkefnin. Um mat á lokaverkefnum í meistara- og doktors­námi gilda sérstakar reglur sem deildin setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna.

Fræðasvið menntavísinda gerir árlega, að tillögu deildar faggreinakennslu, ef þörf krefur, rök­studdar tillögur til háskólaráðs um takmörkun á fjölda stúdenta í ákveðnum námskeiðum og kennslu­greinum. Reglur sem fylgt er við val stúdenta í þeim tilvikum skulu birtar í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um viðurkenningu fyrra náms við endurskráningu stúdenta og umskráningu úr öðrum deildum eða milli aðalgreina í deild faggreinakennslu.

DEILD HEILSUEFLINGAR, ÍÞRÓTTA OG TÓMSTUNDA.

119. gr.

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til BA-prófs: Tómstunda- og félagsmálafræði.
  2. Til B.Ed.-prófs: Heilsuefling og heimilisfræði.
  3. Til BS-prófs: Íþrótta- og heilsufræði.
  4. Til M.Ed.-prófs: Heilsuefling og heimilisfræði; íþrótta- og heilsufræði; tómstunda- og félags­mála­fræði.
  5. Til MS-prófs: Íþrótta- og heilsufræði.
  6. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, er skipað í þrjár námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í heilsueflingu og heimilisfræði, námsbraut í íþrótta- og heilsufræði og námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra.

Deildinni er heimilt að skipuleggja stuttar hagnýtar námsleiðir í grunnnámi, sbr. ákvæði 55. gr. reglna þessara. Deildinni er enn fremur heimilt að gefa kost á viðbótarnámi að loknu fullgildu háskóla­námi.

Námið við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda er ýmist skipulagt sem staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Deildin setur nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennslu­skrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfs­þjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennslu­háttum og námsmati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina heilsueflingar og heimilisfræði, íþrótta- og tómstundafræða, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Til B.Ed.-prófs í heilsueflingu og heimilisfræði er krafist minnst 180 eininga.

Til BS-prófs í íþrótta- og heilsufræði er krafist minnst 180 eininga.

Til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði er krafist minnst 180 eininga og er stúdent heimilt að ljúka 120 einingum í aðalgrein og 60 í aukagrein.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-, B.Ed.- eða BS-prófi í námsleiðum deildar­innar eða skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem loka­verkefni er minnst 30 einingar.

Til MA- og MS-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-, B.Ed.- eða BS-prófi. Slíkt nám er skipu­lagt sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 30 einingar.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D., er krafist minnst 180 eininga að loknu meistaraprófi og til doktorsprófs í menntavísindum, Ph.D., er krafist 180-240 eininga að loknu meistaraprófi.

Diplómanám í heilbrigði og heilsuuppeldi er 30 eininga sjálfstætt framhaldsnám. Að loknu námi geta nemendur sótt um áframhaldandi meistaranám til MS- eða M.Ed.-prófs í íþrótta- og heilsu­fræði, hafi þeir lokið náminu með fyrstu einkunn (7,25).

Diplómanám í hagnýtri heilsueflingu er 60 eininga sjálfstætt framhaldsnám. Að loknu námi geta nemendur sótt um áframhaldandi meistaranám til M.Ed.-prófs í heilsueflingu og heimilisfræði, hafi þeir lokið náminu með fyrstu einkunn (7,25).

Diplómanám í samskiptum og forvörnum er 60 eininga sjálfstætt framhaldsnám. Að loknu námi geta nemendur sótt um áframhaldandi meistaranám til M.Ed.-prófs í tómstunda- og félags­mála­fræði, hafi þeir lokið náminu með fyrstu einkunn (7,25).

Heimilt er að taka nemendur inn í sérstaklega skipulagt framhalds- og viðbótarnám annað hvert ár.

120. gr.

Námsframvinda, námsmat og hámarksnámstími.

Kennslu til BA-, B.Ed.- og BS-prófs skal haga þannig að stúdent geti lokið 180 eininga námi á þremur árum. Hámarksnámstími til þess að ljúka BA-, B.Ed.- eða BS-prófi er átta kennslumisseri frá því er stúdent var skrásettur í viðkomandi aðalgrein. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á. Kennslu til meistaraprófs til 120 eininga skal haga þannig að stúdent geti lokið náminu á tveimur árum. Hámarksnámstími til meistaraprófs er átta misseri frá því stúdent var skrásettur í viðkomandi nám. Deildinni er heimilt að veita undan­þágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á.

Stúdent er heimilt í BA-námi í tómstunda- og félagsmálafræði að sækja nám í aukagrein til annarra deilda, að fengnu samþykki deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og þeirrar deildar sem námið er sótt til.

Námsmat getur byggst á skriflegum, munnlegum eða verklegum prófum, ritgerðum og verkefnum. Kennara er heimilt, með samþykki deildar, að meta starf í kennslustundum sem hluta af námsmati í einstökum námskeiðum. Ef mat á framlagi nemenda í kennslustundum er hluti af námsmati á móti prófi má gera kröfu um 80% mætingarskyldu í þeim tímum sem slíkt mat nær til. Ekki er heimilt að krefjast mætingarskyldu nema framlag í kennslustund sé metið sem hluti af lokaeinkunn og þarf það að koma skýrt fram í kennsluáætlun. Til að standast hvert einstakt námskeið þarf lágmarks­einkunn 5,0. Í námskeiðum þar sem námsmat er bæði byggt á prófum og verkefnum þarf lágmarks­einkunn 5,0 í hvoru tveggja. Ef prófþættir í námskeiði eru tveir eða fleiri er deildinni heimilt, að tillögu kennara, að krefjast þess að tilskilinni lágmarkseinkunn verði náð í hvorum eða hverjum prófþætti. Slík ákvörðun skal tilgreind í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um æfingaskyldu í námskeiðum og lágmarksframmistöðu stúdents í æfingum til þess að hann öðlist rétt til próftöku.

Þegar um er að ræða einstaklingsleiðsögn, metur leiðsögukennari lokaverkefni og gefur umsögn. Þegar um hópa er að ræða skipta leiðsögukennarar hvers hóps með sér verkum eða meta loka­verkefni í sameiningu og gefa umsögn um verkefnin. Um mat á lokaverkefnum í meistara- og doktors­námi gilda sérstakar reglur sem deildin setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna.

Fræðasvið menntavísinda gerir árlega, að tillögu deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, ef þörf krefur, rökstuddar tillögur til háskólaráðs um takmörkun á fjölda stúdenta í ákveðnum nám­skeiðum og kennslugreinum. Reglur sem fylgt er við val stúdenta í þeim tilvikum skulu birtar í kennslu­skrá.

Deildin setur reglur um viðurkenningu fyrra náms við endurskráningu stúdenta og umskráningu úr öðrum deildum eða milli aðalgreina í deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda.

DEILD KENNSLU- OG MENNTUNARFRÆÐI.

121. gr.

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Deild kennslu- og menntunarfræði veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til B.Ed.-prófs: Leikskólakennarafræði; grunnskólakennsla yngri barna.
  2. Til M.Ed.-prófs: Leikskólakennarafræði; menntunarfræði leikskóla; grunnskólakennsla yngri barna; kennslufræði yngri barna í grunnskóla; framhaldsnám grunnskólakennara; kennslu­fræði og skólastarf; mál og læsi; menntun án aðgreiningar; menntastefnur og nám­skrár­fræði; starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf; stjórnun menntastofnana.
  3. Til MA-prófs: Matsfræði.
  4. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Deild kennslu- og menntunarfræði er skipað í tvær námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í menntunarfræði leik- og grunnskóla og námsbraut í menntastjórnun og mats­fræði.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra.

Deildinni er heimilt að skipuleggja stuttar námsleiðir í grunnnámi, sbr. ákvæði 55. gr. reglna þessara. Deildinni er enn fremur heimilt að gefa kost á viðbótarnámi að loknu fullgildu háskólanámi.

Námið við deild kennslu- og menntunarfræði er ýmist skipulagt sem staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Deildin setur nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennsluskrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfsþjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennsluháttum og námsmati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina deildar kennslu- og menntunarfræði, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Til B.Ed.-prófs er krafist minnst 180 eininga.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi frá deildinni, eða BA- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 30 einingar.

Til MA-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi frá deildinni, eða BA- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám er skipulagt sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 40 einingar.

Heimilt er að skilgreina áherslusvið á námsleiðum í meistaranámi.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D., er krafist minnst 180 eininga að loknu meistaraprófi og til doktorsprófs í menntavísindum, Ph.D., er krafist 180-240 eininga að loknu meistaraprófi.

Framhaldsnám til meistaraprófs og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem deild kennslu- og menntunarfræði setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Diplómanám í kennslufræði háskóla er sjálfstætt 30 eininga framhaldsnám.

Diplómanám í menntastjórnun og matsfræði er sjálfstætt framhaldsnám til 30 eða 60 eininga.

Diplómanám í menntunarfræði leik- og grunnskóla er sjálfstætt 60 eininga framhaldsnám.

Diplómanám í leikskólafræðum er sjálfstætt 120 eininga grunnnám.

Nám til viðbótardiplómu er hægt að fá metið inn í meistaranám að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Nám í deild kennslu- og menntunarfræði er skipulagt með hliðsjón af lögum og reglum um starfs­réttindi.

121. gr. a.

Námsframvinda, námsmat og hámarksnámstími.

Kennslu til B.Ed.-prófs skal haga þannig að stúdent geti lokið 180 eininga námi á þremur árum. Hámarksnámstími til þess að ljúka B.Ed-prófi er átta kennslumisseri frá því er stúdent var skrásettur í viðkomandi aðalgrein. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á. Kennslu til meistaraprófs til 120 eininga skal haga þannig að stúdent geti lokið náminu á tveimur árum. Hámarksnámstími til meistaraprófs er átta misseri frá því stúdent var skrásettur í viðkomandi nám. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á.

Stúdent er heimilt að sækja nám í aukagrein til annarra deilda, að fengnu samþykki deildar kennslu- og menntunarfræði og þeirrar deildar sem námið er sótt til.

Námsmat getur byggst á skriflegum, munnlegum eða verklegum prófum, ritgerðum og verkefnum. Kennara er heimilt, með samþykki deildar, að meta starf í kennslustundum sem hluta af námsmati í einstökum námskeiðum. Ef mat á framlagi nemenda í kennslustundum er hluti af námsmati á móti prófi má gera kröfu um 80% mætingarskyldu í þeim tímum sem slíkt mat nær til. Ekki er heimilt að krefjast mætingarskyldu nema framlag í kennslustund sé metið sem hluti af lokaeinkunn og þarf það að koma skýrt fram í kennsluáætlun. Til að standast hvert einstakt námskeið þarf lágmarks­einkunn 5,0. Í námskeiðum þar sem námsmat er bæði byggt á prófum og verkefnum þarf lágmarks­einkunn 5,0 í hvoru tveggja. Ef prófþættir í námskeiði eru tveir eða fleiri er deildinni heimilt, að tillögu kennara, að krefjast þess að tilskilinni lágmarkseinkunn verði náð í hvorum eða hverjum prófþætti. Slík ákvörðun skal tilgreind í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um æfingaskyldu í námskeiðum og lágmarksframmistöðu stúdents í æfingum til þess að hann öðlist rétt til próftöku.

Þegar um er að ræða einstaklingsleiðsögn, metur leiðsögukennari lokaverkefni og gefur umsögn. Þegar um hópa er að ræða skipta leiðsögukennarar hvers hóps með sér verkum eða meta loka­verkefni í sameiningu og gefa umsögn um verkefnin. Um mat á lokaverkefnum í meistara- og doktors­námi gilda sérstakar reglur sem deildin setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna.

Fræðasvið menntavísinda gerir árlega, að tillögu deildar kennslu- og menntunarfræði, ef þörf krefur, rökstuddar tillögur til háskólaráðs um takmörkun á fjölda stúdenta í ákveðnum námskeiðum og kennslugreinum. Reglur sem fylgt er við val stúdenta í þeim tilvikum skulu birtar í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um viðurkenningu fyrra náms við endurskráningu stúdenta og umskráningu úr öðrum deildum eða milli aðalgreina í deild kennslu- og menntunarfræði.

DEILD MENNTUNAR OG MARGBREYTILEIKA.

122. gr.

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Deild menntunar og margbreytileika veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til BA-prófs: Alþjóðlegt nám í menntunarfræði; uppeldis- og menntunarfræði; þroska­þjálfa­fræði.
  2. Til MA-prófs: Alþjóðlegt nám í menntunarfræði; foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf; fræðslu­starf og nýsköpun; uppeldis- og menntunarfræði; þroskaþjálfafræði.
  3. Til M.Ed.-prófs: Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans.
  4. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Deild menntunar og margbreytileika er skipað í þrjár námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, námsbraut í uppeldis- og menntunarfræði og námsbraut í þroskaþjálfafræði.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra.

Námið við deild menntunar og margbreytileika er ýmist skipulagt sem staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Deildin setur nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennsluskrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfsþjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennsluháttum og náms­mati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina deildar menntunar og margbreytileika, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Til BA-prófs er krafist minnst 180 eininga og er stúdent heimilt að ljúka 120 einingum í aðalgrein og 60 í aukagrein.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-prófi frá deildinni eða BA-, B.Ed.- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 30 einingar.

Til MA-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-prófi frá deildinni eða BA-, B.Ed.- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám er skipulagt sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 40 einingar.

Heimilt er að skilgreina áherslusvið á námsleiðum í meistaranámi.

Heimilt er að brautskrá nemendur eftir fyrri hluta meistaranáms með 60 eininga viðbótardiplómu, enda komi það fram í kennsluskrá.

Diplómanám í uppeldis- og menntunarfræði er sjálfstætt 60 eininga nám á meistarastigi.

Diplómanám í þroskaþjálfafræði er sjálfstætt 30 eininga eða 60 eininga nám á meistarastigi.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D., er krafist minnst 180 eininga og til doktorsprófs í mennta­vísindum, Ph.D., er krafist 180-240 eininga.

Framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem deild menntunar og margbreytileika setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Nám í deild menntunar og margbreytileika er skipulagt með hliðsjón af lögum og reglum um starfs­réttindi.

122. gr. a.

Námsframvinda, námsmat og hámarksnámstími.

Kennslu til BA-prófs skal haga þannig að stúdent geti lokið 180 eininga námi á þremur árum. Hámarksnámstími til þess að ljúka BA-prófi er átta kennslumisseri frá því er stúdent var skrásettur í viðkomandi aðalgrein. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á. Kennslu til meistaraprófs til 120 eininga skal haga þannig að stúdent geti lokið náminu á tveimur árum. Hámarksnámstími til meistaraprófs er átta misseri frá því stúdent var skrásettur í viðkomandi nám. Deildinni er heimilt að veita undanþágu frá þessum tímamörkum, þegar sérstaklega stendur á.

Stúdent er heimilt að sækja nám í aukagrein til annarra deilda, að fengnu samþykki deildar mennt­unar og margbreytileika og þeirrar deildar sem námið er sótt til.

Námsmat getur byggst á skriflegum, munnlegum eða verklegum prófum, ritgerðum og verkefnum. Kennara er heimilt, með samþykki deildar, að meta starf í kennslustundum sem hluta af námsmati í einstökum námskeiðum. Ef mat á framlagi nemenda í kennslustundum er hluti af námsmati á móti prófi má gera kröfu um 80% mætingarskyldu í þeim tímum sem slíkt mat nær til. Ekki er heimilt að krefjast mætingarskyldu nema framlag í kennslustund sé metið sem hluti af lokaeinkunn og þarf það að koma skýrt fram í kennsluáætlun. Til að standast hvert einstakt námskeið þarf lágmarks­einkunn 5,0. Í námskeiðum þar sem námsmat er bæði byggt á prófum og verkefnum þarf lágmarks­einkunn 5,0 í hvoru tveggja. Ef prófþættir í námskeiði eru tveir eða fleiri er deildinni heimilt, að tillögu kennara, að krefjast þess að tilskilinni lágmarkseinkunn verði náð í hvorum eða hverjum prófþætti. Slík ákvörðun skal tilgreind í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um æfingaskyldu í námskeiðum og lágmarksframmistöðu stúdents í æfingum til þess að hann öðlist rétt til próftöku.

Þegar um er að ræða einstaklingsleiðsögn, metur leiðsögukennari lokaverkefni og gefur umsögn. Þegar um hópa er að ræða skipta leiðsögukennarar hvers hóps með sér verkum eða meta loka­verkefni í sameiningu og gefa umsögn um verkefnin. Um mat á lokaverkefnum í meistara- og doktors­námi gilda sérstakar reglur sem deildin setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66.-69. gr. þessara reglna.

Fræðasvið menntavísinda gerir árlega, að tillögu deildar menntunar og margbreytileika, ef þörf krefur, rökstuddar tillögur til háskólaráðs um takmörkun á fjölda stúdenta í ákveðnum námskeiðum og kennslugreinum. Reglur sem fylgt er við val stúdenta í þeim tilvikum skulu birtar í kennsluskrá.

Deildin setur reglur um viðurkenningu fyrra náms við endurskráningu stúdenta og umskráningu úr öðrum deildum eða milli aðalgreina í deild menntunar og margbreytileika.

3. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, að fengnum tillögum menntavísindasviðs, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast gildi 1. júlí 2018.

Háskóla Íslands, 6. mars 2018.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. mars 2018