Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 953/2016

Nr. 953/2016 25. október 2016

AUGLÝSING
um breytingu á auglýsingu nr. 228/2010 um flutning persónuupplýsinga til annarra landa.

1. gr.

2. gr. auglýsingarinnar verður 3. gr. og 3. gr. verður 4. gr. Ný 2. gr. hljóðar svo:

Heimilt er að flytja persónuupplýsingar til aðila í Bandaríkjunum sem falla undir reglur um frið­helgis­skjöld (e. privacy shield) samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1250.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 29. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. lög nr. 90/2001, öðlast þegar gildi.

F.h. Persónuverndar, 25. október 2016.

Björg Thorarensen.

Helga Þórisdóttir.


B deild - Útgáfud.: 14. nóvember 2016