Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
1666/2022

Nr. 1666/2022 21. desember 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga, nr. 652/2004.

1. gr.

Í stað orðsins „barnaverndarnefnda“ í B- og E-lið 1. gr., tvívegis í 2. gr., 1. og 2. mgr. 3. gr., 1. málsl. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., þrívegis í 1. mgr. 10. gr., 2. mgr. 10. gr., 1. málsl. 11. gr., 2. mgr. 19. gr., 1. mgr. 20. gr., 22. gr., 1. mgr. 23. gr., 1. mgr. 25. gr., þrívegis í 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr., 2. mgr. 32. gr., 1. mgr. 33. gr., 35. gr., tvívegis í 1. mgr. 36. gr., 2. mgr. 36. gr., 1. málsl. 1. mgr. 43. gr., 2. mgr. 43. gr., 3. mgr. 43. gr. og 4. mgr. 43. gr. reglugerðarinnar, í öllum beygingarmyndum, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: barnaverndarþjónustna.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

 1. Orðin „ , þegar brot aðila hefur beinst gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri“ í 2. mgr. falla brott.
 2. Fyrirsögn greinarinnar verður: Um úrræði barnaverndarþjónustna.

 

3. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Ef fyrir liggur úrskurður eða sam­þykki barns og/eða foreldris fyrir samþættingu þjónustu og tilnefndur hefur verið málstjóri, sbr. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021 skal stuðningsteymi eftir því sem tilefni er til gera grein fyrir markmiðum með þjónustu sem veitt er á grundvelli barna­verndar­laga, nr. 80/2002 og reglugerðar þessarar í stuðningsáætlun.

 

4. gr.

Á eftir f-lið 5. gr. reglugerðarinnar kemur nýr stafliður, og breytast aðrir stafliðir til samræmis við það, svohljóðandi: g. innra eftirlit,.

 

5. gr.

8. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Eftirlit.

Barnaverndarþjónusta skal hafa virkt innra eftirlit með úrræðum skv. 1. gr. reglugerðarinnar. Í því felst meðal annars að tryggja að starfsemin uppfylli á hverjum tíma þau skilyrði sem sett eru og fylgjast með að ráðstöfun nái tilgangi sínum.

Ef barnaverndarþjónusta hefur með samningi falið einkaaðila að sinna þjónustu skv. 1. gr. skal þjónustan hafa virkt innra eftirlit með því að einkaaðilinn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Í innra eftirliti felst meðal annars að fylgjast með því að ráðstöfun nái tilgangi sínum, þ.m.t. með heimsóknum, með því að fá reglubundnar skýrslur og með því að ræða við barnið.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem fer fram á grund­velli reglugerðar þessarar, sbr. lög nr. 88/2021.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðsins „nefndin“ í 2. málsl. A-liðar 1. mgr. kemur: þjónustan.
 2. Í stað orðanna „málefni fatlaðra“ í B-lið 1. mgr. kemur: málefni fatlaðs fólks.

 

7. gr.

Fyrirsögn IV. kafla reglugerðarinnar verður: Sumardvöl á vegum barnaverndarþjónustna.

 

8. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsókn um rekstrarleyfi.

Einkaaðilar sem hyggjast taka barn í sumardvöl skulu hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlits­stofnunar velferðarmála, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021. Umsókn um rekstrarleyfi skal vera skrifleg. Umsókninni skulu fylgja þau gögn sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gerir kröfu um, sbr. einkum 13. gr. og 13. gr. a. reglugerðar þessarar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.

 

9. gr.

13. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Gögn með umsókn.

Umsókn samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar skulu fylgja eftirfarandi gögn:

 1. lýsing umsækjanda á markmiðum með þjónustu, þ.m.t. hvernig umönnun verði háttað,
 2. lýsing umsækjanda á aðstöðu, þ.m.t. upplýsingar um húsnæði og annan aðbúnað, og eftir atvikum upplýsingar um aðra starfsemi í húsnæðinu,
 3. yfirlit yfir þekkingu og reynslu umsækjanda af starfi með börnum,
 4. upplýsingar um fjölda einstaklinga sem hafa aðkomu að veitingu þjónustu, sem og upp­lýsingar um menntun þeirra og reynslu af starfi með börnum,
 5. samþykki allra einstaklinga sem eru búsettir á heimilinu og eru eldri en 15 ára fyrir því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort viðkomandi hafi hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, og
 6. læknisvottorð umsækjanda.

 

10. gr.

Á eftir 13. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 13. gr. a, svohljóðandi:

Viðbótargögn.

Ef ætlunin er að taka á móti fleiri en fimm börnum skal umsókn um rekstrarleyfi, til viðbótar við þau gögn sem talin eru upp í 13. gr. reglugerðarinnar, jafnframt fylgja:

 1. starfsleyfi heilbrigðisnefndar,
 2. úttekt eldvarnareftirlits og vottun um að brunavarnir séu fullnægjandi, og
 3. leyfi byggingarnefndar ef um nýtt húsnæði eða breytta notkun er að ræða.

Ef umsækjandi rekstrarleyfis er félag skal umsókn jafnframt fylgja rekstraráætlun, síðasti árs­reikn­ingur félagsins og upplýsingar um skráningu félagsins í fyrirtækjaskrá.

 

11. gr.

1. málsl. 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

12. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsögn barnaverndarþjónustu.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til sumardvalar á einka­heimili til umsagnar hjá barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda. Í umsögninni skal koma fram afstaða þjónustunnar til þess hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði leyfisveitingar. Jafn­framt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem barnaverndarþjónusta telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort barnaverndarþjónusta mæli með því að leyfið sé veitt. Barnaverndarþjónusta skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögnina. Ef þjónustan hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.

 

13. gr.

Á eftir 16. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 16. gr. a, svohljóðandi:

Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Þegar umsögn barnaverndarþjónustu liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá þjón­ust­unni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.

Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.

 

14. gr.

17. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:

Gildistími og endurnýjun rekstrarleyfis.

Rekstrarleyfi skal gefið út til ákveðins tíma, þó ekki lengur en til fimm ára. Heimilt er að binda rekstrar­leyfi skilyrðum.

Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.

 

15. gr.

18. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

16. gr.

Í stað orðanna „Barnaverndarnefnd“ og „leyfi barnaverndarnefndar í umdæminu“ í 1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur: Barnaverndarþjónusta; og rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, ef um einkaaðila að ræða.

 

17. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:

 1. 2. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „Barnaverndarnefndirnar“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Barna­verndar­þjónusturnar.
 3. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðsins „Barnaverndarnefnd“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: Barnaverndarþjónusta.
 5. Fyrirsögn greinarinnar verður: Ábyrgð barnaverndarþjónustna.

 

18. gr.

21. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Kæruheimild.

Um stjórnsýslukæru vegna stjórnvaldsákvarðana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

 

19. gr.

24. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsókn um rekstrarleyfi.

Einkaaðilar sem óska eftir að taka að sér hlutverk tilsjónarmanns eða persónulegs ráðgjafa skulu hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021. Umsókn um rekstrarleyfi skal vera skrifleg. Umsókninni skulu fylgja þau gögn sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gerir kröfu um, sbr. einkum 24. gr. a. og 24. gr. b. reglugerðar þessarar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.

 

20. gr.

Á eftir 24. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 24. gr. a, svohljóðandi:

Gögn með umsókn einstaklings.

Ef umsækjandi er einstaklingur skal umsókn samkvæmt 24. gr. reglugerðar þessarar fylgja:

 1. læknisvottorð,
 2. samþykki fyrir því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort umsækjandi hafi hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga,
 3. yfirlit yfir starfsferil umsækjanda, menntun og reynslu af starfi með börnum, og
 4. umsögn síðasta vinnuveitanda um hæfni umsækjanda eða umsögn tveggja ábyrgra aðila ef vinnuveitanda er ekki til að dreifa.

 

21. gr.

Á eftir 24. gr. a. reglugerðarinnar kemur ný grein, 24. gr. b, svohljóðandi:

Gögn með umsókn félags.

Ef umsækjandi er félag skal umsókn samkvæmt 24. gr. reglugerðar þessarar fylgja:

 1. upplýsingar um skráningu félags í fyrirtækjaskrá,
 2. upplýsingar um fjármögnun og aðra fjárhagslega þætti,
 3. síðasti ársreikningur félagsins,
 4. upplýsingar um fjölda starfsfólks.

 

22. gr.

Á eftir 24. gr. b. reglugerðarinnar kemur ný grein, 24. gr. c, svohljóðandi:

Umsögn barnaverndarþjónustu.

Barnaverndarþjónusta í heimilisumdæmi umsækjanda skal veita umsögn um umsókn um rekstrar­leyfi að beiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Í umsögninni skal koma fram afstaða þjón­ust­unnar til þess hvort umsækjandi hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að mæta þörfum barns og foreldra hverju sinni. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem barnaverndarþjónusta telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort barnaverndarþjónusta mæli með því að leyfið sé veitt. Barnaverndar­þjónusta skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögnina. Ef þjónustan hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.

 

23. gr.

Á eftir 24. gr. c. reglugerðarinnar kemur ný grein, 24. gr. d, svohljóðandi:

Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Þegar umsögn barnaverndarþjónustu liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá þjón­ust­unni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.

Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.

 

24. gr.

27. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsóknir, vottorð og önnur gögn.

Einkaaðilar sem óska eftir að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu skal hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021. Umsókn um rekstrarleyfi skal vera skrifleg. Umsókninni skulu fylgja þau gögn sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gerir kröfu um, sbr. einkum 27. gr. a. og 27. gr. b. reglugerðar þessarar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.

 

25. gr.

Á eftir 27. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 27. gr. a, svohljóðandi:

Gögn með umsókn.

Umsókn samkvæmt 27. gr. reglugerðarinnar skulu fylgja eftirfarandi gögn:

 1. lýsing umsækjanda á markmiðum með þjónustu, þ.m.t. hvernig umönnun verði háttað,
 2. lýsing umsækjanda á aðstöðu, þ.m.t. upplýsingar um húsnæði og annan aðbúnað, og eftir atvikum upplýsingar um aðra starfsemi í húsnæðinu,
 3. yfirlit yfir þekkingu og reynslu umsækjanda af starfi með börnum,
 4. upplýsingar um fjölda einstaklinga sem hafa aðkomu að veitingu þjónustu, sem og upplýs­ingar um menntun þeirra og reynslu af starfi með börnum,
 5. samþykki allra einstaklinga sem eru búsettir á heimilinu og eru eldri en 15 ára fyrir því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort viðkomandi hafi hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, og
 6. læknisvottorð umsækjanda.

 

26. gr.

Á eftir 27. gr. a. reglugerðarinnar kemur ný grein, 27. gr. b, svohljóðandi:

Viðbótargögn.

Ef ætlunin er að taka á móti fleiri en fimm börnum skal umsókn um rekstrarleyfi, til viðbótar við þau gögn sem talin eru upp í 27. gr. a. reglugerðarinnar, jafnframt fylgja:

 1. starfsleyfi heilbrigðisnefndar,
 2. úttekt eldvarnareftirlits og vottun um að brunavarnir séu fullnægjandi, og
 3. leyfi byggingarnefndar ef um nýtt húsnæði eða breytta notkun er að ræða.

Ef umsækjandi rekstrarleyfis er félag skal umsókn jafnframt fylgja rekstraráætlun, síðasti árs­reikningur félagsins og upplýsingar um skráningu félagsins í fyrirtækjaskrá.

 

27. gr.

1. málsl. 1. mgr. 28. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

28. gr.

30. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsögn sveitarfélags.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu til umsagnar hjá sveitarfélagi þar sem umsækjandi á lögheimili. Í umsögninni skal koma fram afstaða sveitarfélagsins til þess hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði leyfisveitingar. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem sveitarfélag telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort sveitarfélag mæli með því að leyfið sé veitt. Sveitarfélag skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála umsögnina. Ef sveitarfélag hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.

 

29. gr.

Á eftir 30. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 30. gr. a, svohljóðandi:

Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Þegar umsögn sveitarfélags liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá sveitarfélaginu ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.

Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.

 

30. gr.

31. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Gildistími og endurnýjun rekstrarleyfis.

Rekstrarleyfi skal gefið út til ákveðins tíma, þó ekki lengur en til fimm ára. Heimilt er að binda rekstrarleyfi skilyrðum.

Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.

 

31. gr.

Í stað orðanna „Barnaverndarnefnd“ og „leyfi barnaverndarnefndar í sínu heimilisumdæmi“ í 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar kemur: Barnaverndarþjónusta; og rekstrarleyfi Gæða- og eftirlits­stofnunar velferðarmála, ef um einkaaðila að ræða.

 

32. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. reglugerðarinnar:

 1. 2. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „Barnaverndarnefndirnar“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Barna­verndar­þjónusturnar.
 3. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðsins „Barnaverndarnefnd“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: Barnaverndarþjónusta.
 5. Fyrirsögn greinarinnar verður: Ábyrgð barnaverndarþjónustna.

 

33. gr.

34. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Kæruheimild.

Um stjórnsýslukæru vegna stjórnvaldsákvarðana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

 

34. gr.

Fyrirsögn VII. kafla reglugerðarinnar verður: Heimili og önnur úrræði á vegum barnaverndar­þjónustna.

 

35. gr.

Fyrirsögn 35. gr. reglugerðarinnar verður: Heimili og önnur úrræði sem barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk skv. 84. gr. barnaverndarlaga.

 

36. gr.

37. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsókn um rekstrarleyfi til að reka heimili/stofnun eða annað úrræði.

Einkaaðilar sem óska eftir að reka heimili/stofnun eða annað úrræði á grundvelli 84. gr. barna­verndarlaga skulu hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021. Umsókn um rekstrarleyfi skal vera skrifleg. Umsókn­inni skulu fylgja þau gögn sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gerir kröfu um, sbr. einkum 38. og 39. gr. reglugerðar þessarar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.

 

37. gr.

38. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Gögn með umsókn.

Umsókn samkvæmt 37. gr. reglugerðarinnar skulu fylgja eftirfarandi gögn:

 1. lýsing umsækjanda á markmiðum með þjónustu, þ.m.t. hvernig umönnun verði háttað,
 2. lýsing umsækjanda á aðstöðu, þ.m.t. upplýsingar um húsnæði og annan aðbúnað, og eftir atvikum upplýsingar um aðra starfsemi í húsnæðinu,
 3. yfirlit yfir þekkingu og reynslu umsækjanda af starfi með börnum,
 4. upplýsingar um fjölda einstaklinga sem hafa aðkomu að veitingu þjónustu, sem og upplýs­ingar um menntun þeirra og reynslu af starfi með börnum,
 5. samþykki allra einstaklinga sem eru búsettir á heimilinu og eru eldri en 15 ára fyrir því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort viðkomandi hafi hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, og
 6. læknisvottorð umsækjanda.

 

38. gr.

39. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Viðbótargögn.

Ef ætlunin er að taka á móti fleiri en fimm börnum skal umsókn um rekstrarleyfi, til viðbótar við þau gögn sem talin eru upp í 38. gr. reglugerðarinnar, jafnframt fylgja:

 1. starfsleyfi heilbrigðisnefndar,
 2. úttekt eldvarnareftirlits og vottun um að brunavarnir séu fullnægjandi, og
 3. leyfi byggingarnefndar ef um nýtt húsnæði eða breytta notkun er að ræða.

Ef umsækjandi rekstrarleyfis er félag skal umsókn jafnframt fylgja rekstraráætlun, síðasti árs­reikn­ingur félagsins og upplýsingar um skráningu félagsins í fyrirtækjaskrá.

 

39. gr.

40. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Umsögn barnaverndarþjónustu.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til að taka að sér að reka heimili/stofnun eða annað úrræði á grundvelli 84. gr. barnaverndarlaga til umsagnar hjá barna­verndar­þjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda. Í umsögninni skal koma fram afstaða þjónust­unnar til þess hvort umsækjandi hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að reka úrræði. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem barnaverndarþjónusta telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort barnaverndarþjónusta mæli með því að leyfið sé veitt. Barnaverndarþjónusta skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála umsögnina. Ef þjónustan hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.

 

40. gr.

Á eftir 40. gr. a reglugerðarinnar kemur ný grein, 40. gr. b, svohljóðandi:

Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Þegar umsögn barnaverndarþjónustu liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá þjón­ust­unni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.

Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.

 

41. gr.

41. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:

Gildistími og endurnýjun rekstrarleyfis.

Rekstrarleyfi til að reka heimili/stofnun eða annað úrræði samkvæmt 84. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002 skal gefið út til ákveðins tíma, þó ekki lengur en til fimm ára. Heimilt er að binda rekstrar­leyfi skilyrðum.

Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.

 

42. gr.

42. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

43. gr.

Í stað 2. málsl. 1. mgr. 43. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Barnaverndar­þjónustu er óheimilt að vista barn í úrræði sem rekið er af einkaaðila á grundvelli þjónustusamnings ef Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur ekki gefið út rekstrarleyfi, nema ákvæði 44. gr. reglugerðarinnar eigi við.

 

44. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna „leyfi Barnaverndarstofu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
 2. Í stað orðsins „stofunnar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: stofnunarinnar.
 3. Í stað orðanna „Barnaverndarnefnd“ og „Barnaverndarstofu“ í 2. mgr. kemur: Barnaverndar­þjónustu; og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
 4. 3. mgr. orðast svo: Ef vistun barns hefst áður en rekstrarleyfi er gefið út skal barnaverndar­þjónusta leiðbeina þeim aðila sem tekur við barni um rekstrarleyfisskyldu einkaaðila. Sá aðili sem tekur við barni skal svo fljótt sem verða má og eigi síðar en sjö dögum eftir að vistun hefst leggja fram umsókn um rekstrarleyfi, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála, nr. 88/2021 og ákvæði reglugerðar þessarar.

 

45. gr.

Í stað orðanna „Barnaverndarnefnd“, „Barnaverndarstofu“ og „leyfi“ í 45. gr. reglugerðarinnar kemur: Leyfishafa; Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála; og rekstrarleyfi.

 

46. gr.

46. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:

Afturköllun rekstrarleyfis.

Um afturköllun rekstrarleyfis fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

 

47. gr.

47. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Um eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála með heimilum/stofnunum og öðrum úrræð­um á vegum barnaverndarþjónustna fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

Ef Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála berast upplýsingar um að aðbúnaði barns sé ábótavant skal stofnunin upplýsa barnaverndarþjónustu, sem gert hefur samning um þjónustu rekstrar­leyfis­hafa, um málið. Ef stofnunin ákveður að hefja athugun á málinu skal hún jafnframt upplýsa viðkomandi barnaverndarþjónustu um það og afla hjá henni viðeigandi upplýsinga sem málið varðar.

Ef áminning er veitt rekstrarleyfishafa skal stofnunin einnig gera viðkomandi barnaverndar­þjónustu viðvart um áminninguna sem og því ráðuneyti sem fer með almennt stjórnsýslueftirlit. Afturkalli Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála rekstrarleyfi einkaaðila til að reka heimili/stofnun eða annað úrræði skal stofnunin gera viðkomandi barnaverndarþjónustu viðvart um ákvörðunina.

 

48. gr.

48. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Kæruheimild.

Um stjórnsýslukæru vegna stjórnvaldsákvarðana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

 

49. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 2. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 85. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, öðlast þegar gildi.

 

Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 21. desember 2022.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Erna Kristín Blöndal.


B deild - Útgáfud.: 5. janúar 2023