Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1401/2020

Nr. 1401/2020 22. desember 2020

AUGLÝSING
um fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt árið 2021.

Lögum samkvæmt ákveður og auglýsir fjármála- og efnahagsráðuneytið árlega fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns og innheimtuhlutfall í staðgreiðslu sem er samanlagt hlutfall tekjuskatts sam­kvæmt lögum, nr. 90/2003, um tekjuskatt og meðalhlutfall útsvars eins og það er samkvæmt ákvörðunum sveitarstjórna, sbr. lög, nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.

Tekjuskattshlutfall á árinu 2021 verður 17% af tekjuskattsstofni að 4.188.211 kr., 23,5% af tekjuskattsstofni frá 4.188.212 kr. að 11.758.159 kr. og 31,8% af tekjuskattsstofni frá 11.758.160 kr. Meðalútsvar á árinu 2021 samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verður 14,45%. Innheimtu­hlutfall í staðgreiðslu á árinu 2021 verður því 31,45% af tekjuskattsstofni að 4.188.211 kr., 37,95% af tekjuskattsstofni frá 4.188.212 kr. að 11.758.159 kr. og 46,25% af tekjuskattsstofni frá 11.758.160 kr.

Samkvæmt A-lið 67. gr., sbr. ákvæði til bráðabirgða LXI, laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal persónuafsláttur hvers einstaklings á árinu 2021 vera 609.509 krónur, eða 50.792 krónur að meðaltali á mánuði.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. desember 2020.

 

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2020