Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1191/2018

Nr. 1191/2018 7. desember 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. reglnanna:

  1. 18. mgr., um MA-nám í þróunarfræðum, fellur niður.
  2. 2. málsl. núverandi 24. mgr., um diplómanám í þróunarfræðum, orðast svo: Nám þetta er hægt að fá metið inn í meistaranám í hnattrænum fræðum.
  3. Í stað orðanna „MA-nám á sviði hnattrænna tengsla“ í núverandi 27. mgr. kemur: MA-nám á sviði hnattrænna fræða.
  4. Í stað orðanna „Diplómanám á sviði hnattrænna tengsla“ í núverandi 28. mgr. kemur: Diplómanám á sviði hnattrænna fræða.
  5. Á eftir núverandi 28. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Diplómanám í hnattrænni heilsu er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambæri­legu háskólaprófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í meistaranám í hnattrænum fræðum.

2. gr.

16. mgr. 92. gr. reglnanna orðast svo:

Diplómanám í smáríkjafræðum: Smáríki í alþjóðakerfinu (Small State Studies: Small States in the International System) er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskóla­prófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í MA-nám í alþjóðasamskiptum að uppfylltum inntöku­skilyrðum.

3. gr.

Á eftir 13. mgr. 117. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Diplómanám í faggreinakennslu er sjálfstætt 60 eininga framhaldsnám.

4. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 7. desember 2018.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 20. desember 2018