Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 651/2020

Nr. 651/2020 29. júní 2020

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem hér segir:

 

Fossatunga 17-19.
Breytingin varðar aðeins lóðina Fossatungu 17-19 og felur í sér að hæð húss er hækkuð um 70 sm, fer úr 8 m í 8,7 m. Aðrir skilmálar skipulagsins eru óbreyttir.

 

Lundur í Mosfellsdal.
Skipulagið tekur til lögbýlisins Lundar í Mosfellsdal, L123710. Skipulagssvæðið er tæpir 10 ha. Breytingin felur í sér tilfærslu byggingarreita og sameiningu þeirra. Innan skipulagsins má byggja tvö íbúðarhús með bílskúrum að hámarki samanlagt 850 m², gróðurhús og tengda starfsemi að hámarki 21.000 m², tilraunagróðurhús 2.500 m² og smáhýsi fyrir starfsmenn samanlagt 600 m².

 

Ofangreindar breytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

 

F.h. Mosfellsbæjar, 29. júní 2020,

 

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 30. júní 2020