Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 166/2019

Nr. 166/2019 22. desember 2019

LÖG
um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum (smáskipaviðmið og mönnunarkröfur).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Í stað tölunnar „12“ í 19. tölul. 3. gr. laganna kemur: 15.

2. gr.

    Í stað tölunnar „12“ í a-lið 1. mgr., 1., 2. og 3. tölul. a-liðar 3. mgr. og 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: 15.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Hafi skipstjórnarmaður eða vélstjórnarmaður skírteini til starfa á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd samkvæmt lögum þessum skal hann þar til 1. janúar 2021 eiga rétt á að fá útgefið skírteini til þess að gegna sömu störfum á skipum sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri, að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara og kröfum um lágmarkssiglingatíma eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020.

Gjört á Bessastöðum, 22. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 6. janúar 2020