Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 125/2016

Nr. 125/2016 28. janúar 2016

REGLUGERÐ
um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varðar flugrekstur flugrekenda frá þriðja landi.

1. gr.

Efni og gildissvið.

Í þessari reglugerð er mælt fyrir um ítarlegar reglur um flugrekendur frá þriðja landi, sem starf­rækja loftförin, sem um getur í d-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008, sem stunda flutn­inga­flug til landsins, innan þess eða frá landinu, þ.m.t. skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, takmarka, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla heimildir, réttindi og ábyrgðir handhafa heimild­anna, sem og skilyrði fyrir því að starfræksla skuli bönnuð, takmörkuð eða háð tilteknum skil­yrðum í öryggisskyni.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

1) „aðrar aðferðir til að uppfylla kröfur“: tillaga um valkost annan en núverandi viðurkennda aðferð til að uppfylla kröfur eða tillaga um nýja aðferð til að staðfesta samræmi við reglu­gerð (EB) nr. 216/2008 og framkvæmdarreglur hennar þegar Flugöryggisstofnunin hefur ekki samþykkt aðrar aðferðir til að uppfylla kröfur,
2) „flutningaflug“ (e. commercial air transport operation): starfræksla loftfars sem felur í sér flutninga á farþegum, vörum eða pósti gegn greiðslu eða annars konar gjaldi,
3) „flug“: brottför frá tilteknum flugvelli til tiltekins ákvörðunarflugvallar,
4) „flugrekandi frá þriðja landi“: flugrekandi sem er handhafi flugrekandaskírteinis sem er gefið út í þriðja landi.

 

3. gr.

Heimildir.

Flugrekendur frá þriðja landi skulu aðeins stunda flutningaflug innan landsins, til þess eða frá því, ef þeir uppfylla kröfur 1. viðauka og hafa heimild sem Flugöryggisstofnunin gefur út í samræmi við 2. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 452/2014 frá 29. apríl 2014 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugrekstur frá þriðja landi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samn­ings­ins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 452/2014 frá 29. apríl 2014 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugrekstur frá þriðja landi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2015 frá 25. febrúar 2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 16 frá 19. mars 2015, bls. 301-315.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 28. janúar 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


B deild - Útgáfud.: 12. febrúar 2016