Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 201/2017

Nr. 201/2017 12. mars 2017

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. Ákvæði 2. tölul. 2. gr. verður svohljóðandi:
    Innstæður í innlendum gjaldeyri hjá innlánsstofnunum hér á landi, aðrar en þær sem eru til komnar vegna fjármuna sem:
    a) eru endurfjárfestanlegir skv. 13. gr. e laga um gjaldeyrismál; 
    b) falla undir 13. gr. l eða 13. gr. m laga um gjaldeyrismál; eða
    c) bera lægri en 3,00% ársvexti og eru ekki nýttar, beint eða óbeint, til fjárfestinga í skulda­bréfum eða víxlum, útgefnum í innlendum gjaldeyri, sem eru rafrænt skráð sam­kvæmt lögum um eignarskráningu verðbréfa, hlutdeildarskírteinum sjóða sem fjárfesta í skulda­bréfum eða víxlum, útgefnum í innlendum gjaldeyri, sem eru rafrænt skráð sam­kvæmt lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, eða eiga innstæður í inn­lendum gjaldeyri hjá innlánsstofnun hér á landi ef samanlagt hlutfall reiðufjár og innlána, sem bera 3,00% ársvexti eða hærri, í eignasamsetningu sjóða er 10% eða hærra, eða í eigin fé fyrirtækis sem ráðstafað er, beint eða óbeint, í framangreindum fjárfestingum.
  2. Á eftir orðunum „til fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum sjóða“ í 5. tölul. kemur: sem fjárfesta í skuldabréfum eða víxlum, útgefnum í innlendum gjaldeyri, sem eru rafrænt skráð sam­kvæmt lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, eða eiga innstæður í innlendum gjaldeyri hjá innlánsstofnunum hér á landi

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:

  1. Á eftir orðunum „skv. 1.,“ í 1. tölul. kemur: 2.,
  2. Í stað „3.–5. tölul.“ í 3. tölul. kemur: 2.–5. tölul.
  3. Orðin „30.000.000 kr. fram til 1. janúar 2017, án þess að slík ráðstöfun verði háð bind­ingar­skyldu samkvæmt reglum þessum. Frá og með 1. janúar 2017 skal fjárhæðarmark skv. 1. málsl. hækka í“ í 2. mgr. falla brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:

  1. Á eftir orðunum „skv. 1.,“ í 1. tölul. kemur: 2.,
  2. Í stað „3.–5. tölul.“ í 3. tölul. kemur: 2.–5. tölul.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðsins „eða“ í 1. mgr. kemur: ,
  2. Á eftir orðunum „6. mgr. 13. gr. m laga um gjaldeyrismál“ í 1. mgr. kemur: , eða ráðstafað hefur verið í fjárfestingar skv. 2. gr. reglna þessara

5. gr.

Samþykki ráðherra.

Reglur þessar hafa verið samþykktar af fjármála- og efnahagsráðherra og er samþykkið birt sem fylgiskjal með reglunum.

6. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða III laga um gjaldeyris­mál, nr. 87/1992, öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 12. mars 2017.

Seðlabanki Íslands,

  Már Guðmundsson Guðmundur Sigbergsson,
  seðlabankastjóri. starfandi frkvstj. gjaldeyriseftirlits.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 13. mars 2017