Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1096/2017

Nr. 1096/2017 14. desember 2017

REGLUGERÐ
um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög.

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum skv. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og viðaukum IVA og IVB, með síðari breytingum, sbr. viðauka V, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

  Vara Tímabil Vörumagn Verðtollar Magntollar
Tollskrárnr.:     kg/stk. % kr./kg/stk.
0208.9003 Rjúpur, frystar 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 0
0208.9007 Beinlaust hreindýrakjöt, fryst 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 878
  Hreindýrakjöt með beini, fryst:        
0208.9008 Skrokkar og hálfir skrokkar 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 0
0208.9009 Annað 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 878
0603.1202 Innflutningur á öðrum tíma (nellikur) 01.05.-30.11.18 ótilgr. 0 48
0603.1905 Innflutningur á öðrum tíma (lokaskegg, flamingóblóm, fuglamjólk og paradísarfuglablóm) 01.05.-30.11.18 ótilgr. 0 48
0701.9001 Bökunarkartöflur, 65 mm eða stærri 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 0
0703.9001 Blaðlaukur 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 0
0704.1000 Blómkál og hnappað spergilkál 01.01.-30.06.18 ótilgr. 0 0
0704.9002 Rauðkál 25.12.17-30.06.18 ótilgr. 0 0
0704.9003 Kínakál 01.01.-30.06.18 ótilgr. 0 0
0704.9004 Spergilkál (Brassica oleracea var. Ita.) 01.01.-30.06.18 ótilgr. 0 0
0706.9002 Rauðrófur 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 0
0709.4000 Selja, önnur en seljurót 01.01.-30.06.18 ótilgr. 0 0
0709.5100 Sveppir af ættinni Agaricus 01.01.-31.12.18 ótilgr. 0 80

3. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins og reglugerðar nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 65. gr. A búvörulaga nr. 99/1993 með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. desember 2018.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. desember 2017.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Birgitta Kristjánsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. desember 2017