Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1184/2012

Nr. 1184/2012 18. desember 2012
GJALDSKRÁ
Hitaveitu Mosfellsbæjar.

I. KAFLI

1. gr.

Hitaveita Mosfellsbæjar selur afnot af heitu vatni úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð í Mosfellsbæ og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum, sem settar eru í gjaldskrá þessari samanber reglugerð fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar.

2. gr.

Hitaveita Mosfellsbæjar lætur hverju húsi, sem er í sambandi við kerfi hennar, í té vatnsmagn, er áætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi veitunnar.

3. gr.

Vatnsmagn það, sem látið er í té samkvæmt 1. og 2. gr., er afhent notanda um rennslismæli sem hitaveitan leggur til og annast viðhald á. Mælir þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli mælisins.

II. KAFLI

4. gr.

Gjald fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir:

1. Heitt vatn um rennslismæli:

kr.   

A. Fyrir hvern rúmmetra vatns

93,90

2. Mælaleiga:

Auk þess greiðist fastagjald árlega háð afköstum rennslismælisins en óháð töxtum að öðru leyti.

Því er skipt í þrjá flokka:

kr./dag

A. 15-20 mm

40,10

B. 25-50 mm

89,82

C. 65 mm og stærri

168,09

3. Sérstakir notendur:

Sérstakir notendur greiða fyrir afnot af heita vatninu sem hér segir:

Notandi

Kr./m³

Athugasemdir

A. Almenningssundlaugar

30,05 kr./m³

Gildir fyrir almenningssundlaugar í eigu sveitarfélaga. Með í taxtanum telst bað­vatn og vatn til set- og vaðlauga.

B. Sundlaugar stofnana

49,99 kr./m³

Til þessa flokks teljast sundlaugar sem reknar eru af stofnunum sem ekki eru í beinni eigu sveitarfélaga. Með í taxt­anum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga

C. Gróðurhús

33,21 kr./m³

Taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem fram­leiða garðyrkjuafurðir í atvinnuskyni

D. Vatnsverð án flutningsgjalda

66,41 kr./m³

 

E. Upphitaðir íþróttavellir utandyra

76,67 kr./m³

 

F. Iðnaðarvatn í framleiðsluferla 

63,17 kr./m³

 

Taxtinn gildir fyrir þá aðila sem eiga heimæðar sínar og sjá um rekstur þeirra og viðhald á eigin kostnað. Mælir er þá staðsettur veitumegin við heimæðina. Mælagjaldinu er dreift jafnt niður á fjölda reikningstímabila eins og þau eru ákveðin hverju sinni.

4. Innheimtuviðvörun:

Innheimtuviðvörun kr. 950 innheimtist 20 dögum eftir gjalddaga/eindaga.

5. gr.

Fjöldi reikningstímabila, sem þó skulu eigi vera færri en fjögur á ári, og innheimtutilhögun hitaveitugjalda hverju sinni, sbr. 4. gr., skulu ákveðin af bæjarstjóra. Það teljast vanskil sé reikningur ekki greiddur á gjalddaga.

Hitaveita Mosfellsbæjar skal tilkynna notendum sínum með hæfilegum fyrirvara ef hún ákveður að breyta fjölda reikningstímabila hitaveitureikninga og skal jafnan miða við að breytingar á gjaldskrá taki gildi við upphaf hvers reikningstímabils til að auðvelda notendum úrlestur hitaveitureikninga og hitaveitunni álagningu þeirra.

III. KAFLI

6. gr.

Heimæðargjald Hitaveitu Mosfellsbæjar skal vera sem hér segir, fyrir eina heimæð:

Sverleiki pípu í mm

Upphæð án vsk. kr.

20

135.862

25

258.523

32

388.230

40

794.053

50

1.287.082

65

2.572.764

80

5.141.904

Stærð heimæðar er ákvörðuð af Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er minna en 35 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 35 metra er heimilt að innheimta 1% af heimæðagjöldum viðkomandi málstærðar. Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju.

Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 80.413 án vsk.

Heimæðargjald skal greiðast áður en heimæð tengist hitakerfi hússins, samkvæmt þágild­andi gjaldskrá.

Nú eru fleiri en eitt hitunarkerfi í húsinu með sérstökum hemlum eða mælum frá hita­veit­unni og skal þá greiða kr. 37.150 aukalega fyrir hvern mæli/hemil.

Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari og tekur mið af gildandi reglum um virðisaukaskatt á hverjum tíma.

7. gr.

Nú eru leyfð afnot af hitaveitunni til annars en húshitunar, og er þá bæjarráði heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.

8. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

9. gr.

Hitaveitan hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð húseiganda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Til slíkra aðgerða má þó fyrst grípa eftir eindaga og að undangenginni skriflegri viðvörun, sem sendist kaupanda með eigi skemmri en þriggja daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 18.000 í hvert skipti.

10. gr.

Eftirlitsmanni Hitaveitu Mosfellsbæjar skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrir­mælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, staðfestist hér með sam­kvæmt orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum, gildir frá 1. janúar 2013 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 1290 frá 29. desember 2011.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. desember 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Erla Sigríður Gestsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 27. desember 2012