1. gr.
Á eftir 1. málslið 1. mgr. 6. gr. reglnanna bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Lokapróf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í BA-nám í deildinni.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu félagsvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 8. maí 2020.
Jón Atli Benediktsson.
|