Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:
Leiðrétt skjal: B_nr_738_2022_leidrett.pdf
Leiðrétt 24. júní 2022:
HTML-texti og PDF-skjal: Texti 1. gr. verði: Í stað „9. gr.“ í lokamálsl. 4. gr. reglnanna komi: 11. gr.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 738/2022

Nr. 738/2022 7. júní 2022

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 554/2011 um Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað orðanna „11. gr.“ í síðari málsl. 4. gr. reglnanna koma orðin: 9. gr.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. Síðari málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. fellur brott.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. orðast svo: Aðild að stofnuninni með starfsaðstöðu eiga akademískir starfsmenn og aðjúnktar með rannsóknaskyldu við líf- og umhverfisvísindadeild svo og sérfræðingar með lengri ráðningartíma en eitt ár.
  2. 2. málsl. orðast svo: Stofnunin veitir framhaldsnemum við deildina og öðru tímabundið ráðnu starfsfólki við rannsóknir starfsaðstöðu.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:

  1. 2. málsl. orðast svo: Stjórn stofnunarinnar fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar, ber ábyrgð á fjármálum hennar gagnvart forseta fræðasviðs, semur fjárhagsáætlun og gerir tillögu til forseta fræðasviðs um fjárveitingar.
  2. 5. málsl. orðast svo: Stjórnin skipar stofustjóra til þriggja ára samkvæmt tilnefningu stofu­funda og skulu þeir vera fulltrúar hvorrar stofu í stjórn stofnunarinnar.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglnanna:

  1. 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Stafliður b í 2. mgr. fellur brott.
  3. Núverandi f-liður 2. mgr. fellur brott.

 

6. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, að fenginni tillögu líf- og umhverfisdeildar og stjórnar verkfræði- og náttúru­vísindasviðs, öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 7. júní 2022.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. júní 2022