Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 300/2023

Nr. 300/2023 10. mars 2023

REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um samstarf og upplýsingaskipti á sviði greiðsluþjónustu.

1. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samn­ing­inn:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2055 frá 23. júní 2017 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2366 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla fyrir samstarf og upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda að því er varðar neytingu greiðslustofnana á staðfesturétti og frelsi til að veita þjónustu, sem er birt á bls. 44-68 í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023. Reglu­gerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 frá 14. júní 2019.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/410 frá 29. nóvember 2018 um tæknilega framkvæmdastaðla að því er varðar nákvæm efnisatriði og form upplýsing­anna sem lögbær yfirvöld eiga að tilkynna, á sviði greiðsluþjónustu, til Evrópsku banka­eftirlits­stofnunarinnar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366, sem birt er á bls. 69-132 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 213/2020 frá 11. desember 2020.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/411 frá 29. nóvember 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um tæknilegar kröfur um þróun, rekstur og viðhald á rafrænu miðlægu skránni á sviði greiðsluþjónustu og um aðgengi að upplýsingunum sem er að finna í henni, sem birt er á bls. 133-141 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 213/2020 frá 11. desember 2020.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1722 frá 18. júní 2021 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina rammann um samstarf og upplýsingaskipti milli lögbærra yfir­valda í heimaaðildarríkjunum og gistiaðildarríkjunum með tilliti til eftirlits með greiðslu­stofnunum og rafeyrisfyrirtækjum sem veita greiðsluþjónustu yfir landamæri, sem birt er á bls. 8-37 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023. Reglu­gerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2022 frá 8. júlí 2022.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 114. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 10. mars 2023.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Benedikt Hallgrímsson.


B deild - Útgáfud.: 24. mars 2023