Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 908/2020

Nr. 908/2020 17. september 2020

AUGLÝSING
um samþykkt skipulagsmál í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem hér segir:

 

Helgafellshverfi, 1. áfangi – Vefarastræti 2-14.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að botnlangi milli Vefarastrætis 2-6 og 8-14 lengist til suðurs og verði aðkomuvegur að Uglugötu 14-20. Tvö ný gestastæði verða samsíða vegi.

 

Helgafellshverfi, 3. áfangi – Uglugata 2-22.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að raðhús að Uglugötu 14-20 fá nýjan aðkomuveg frá Vefarastræti. Botnlangi milli Vefarastrætis 2-6 og 8-14 lengist til suðurs. Tvö ný gestastæði verða samsíða vegi.

 

Leirvogstunguhverfi – Kiwanisreitur í Fossatungu.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að endalóðir á gildandi skipulagi, Fossatunga 30, 32 og 35, fá breytta lögun. Á þeim verður heimilt að byggja þrjú parhús í stað einbýla. Hið svokallaða Kiwanis­hús mun standa og núverandi lóð þess minnkuð, lóðum við götu fjölgar því um eina.

 

Frístundalóðir í landi Miðdals – 529-f.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að skilgreina sex frístundalóðir á svæðinu. Byggingar­skilmálar taka til þriggja húsa en þrjár lóðir eru óbyggðar. Stærðir og ákvæði eru í samræmi við aðalskipulag.

 

Ofangreindar deiliskipulagsbreytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

 

F.h. Mosfellsbæjar, 17. september 2020,

 

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 18. september 2020