Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 594/2021

Nr. 594/2021 20. maí 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum.

1. gr.

Hvarvetna þar sem heitið „Víkingalottó“ kemur fyrir í reglugerðinni kemur í viðeigandi beyg­ingar­mynd: Vikinglottó.

 

2. gr.

Hvarvetna þar sem „innanríkisráðuneyti“ kemur fyrir í reglugerðinni kemur í viðeigandi beyg­ingar­mynd: dómsmálaráðuneyti.

 

3. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Félagið starfrækir talnagetraunir (lottó) undir heitunum Lottó 5/40, Jóker, Vikinglottó (Lottó 6/48 + 1/5 og EuroJackpot (5/50 + 2/10).

Vikinglottó er starfrækt í samvinnu við eftirgreind talnagetraunafyrirtæki: AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen, Latvia Loto, Lettlandi, Loterija Slovenije, Slóveníu og Loterie Nationale, Belgíu.

EuroJackpot er starfrækt í samvinnu við eftirgreind fyrirtæki:AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen, Latvia Loto, Lettlandi, Bremer Toto und Lotto GmbH, Deutsche Klassenlotterie Berlin, Land Brandenburg Lotto GmbH, Lotterie Treuhandgesellschaft mbH Hessen, Lotterie-Treuhandgesellschaft mbH Thüringen, Lotto Hamburg GmbH, Lotto Rheinland-Pfalz GmbH, Lotto-Toto GmbH Sachsen-Anhalt, NordwestLotto Schleswig-Holstein GmbH & Co.KG, Saarland-Sporttoto GmbH, Sächsische Lotto-GmbH, Staatliche Lotterieverwaltung in Bayern, StaatlicheToto-Lotto GmbH Baden-Württemberg, Toto-Lotto Niedersachsen GmbH, Verwaltungs­gesellschaft Lotto und Toto in Mecklenburg-Vorpommern mbH, Westdeutsche Lotterie GmbH & Co.OHG, Þýskalandi, De Lotto, Hollandi, Loterija Slovenije, Slóveníu, Sisal, Ítalíu, Tipos National Lottery, Slóvakíu, Sazka Saskova Kancelar a.s., Tékklandi, Szerencsejatec Zrt., Ungverjalandi, Once, Spáni, Totalizator Sportowy, Póllandi og Hrvatska Lutrija, Króatíu.

 

4. gr.

Í stað „1–8“ í 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 6. gr. og 6. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 1–5.

 

5. gr.

Í stað orðanna „í Víkingalottó kr. 100“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: í Viking­lottó kr. 110.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. orðast svo:
      Útdráttur vinninga í Lottó 5/40 fer fram opinberlega á laugardegi eða samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íslenskrar getspár að viðstöddum fulltrúa hennar og skipuðum eftirlits­manni samkvæmt 1. mgr. 16. gr. Útdráttur vinninga fer þannig fram að í þar til gerðri útdrátt­ar­vél eru valdar fimm vinningstölur, aðaltölur, af tölunum 1-40. Því næst er valin bónustala af þeim tölum sem þá eru eftir. Verði bilun í þar til gerðri vél, sem velur vinn­ingstölur og síðan bónustölu, skal dregið úr þar til gerðum poka með 40 kúlum með tölunum 1-40, fyrst fimm vinningstölur og síðan bónustölu, af þeim tölum sem þá eru eftir. Áður en slíkur útdráttur fer fram skal gengið úr skugga um að í pokanum séu kúlur merktar tölunum frá 1-40.
  2. 4. mgr. orðast svo:
      Samtímis útdrætti í Lottó 5/40 fer fram útdráttur í Jóker tengdum þeirri talnagetraun, með Jóker útdráttarvél sem varðveitt er í innsigluðum kassa, með eftirfarandi hætti. Útdráttur fer þannig fram að fimm hjól, hvert með tölunum 0-9, eru sett í gang og við stöðvun hjólanna koma fram hinar fimm útdregnu tölur. Tölurnar, í þeirri röð sem þær birtast, mynda Jóker­tölurnar. Verði bilun í einu eða fleirum af hinum fimm hjólum með tölunum 0-9 skal dregið úr einum eða allt að fimm, eftir því sem við á, þar til gerðum poka þar sem kúlur eru merktar tölunum 0-9. Áður en slíkur útdráttur fer fram skal gengið úr skugga um að í pokanum séu kúlurnar merktar tölunum 0-9.
  3. Orðin „á myndbandsspólu“ í 7. og 9. mgr. falla brott.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „0,110 evrur“ í a-lið 1. mgr. kemur: 0,130 evrur.
  2. Í stað „0,018 evrur“ í b-lið 1. mgr. kemur: 0,013 evrur.
  3. Í stað „0,032 evrur“ í c-lið 1. mgr. kemur: 0,042 evrur.
  4. Í stað „35 milljónir“ í a- og b-lið 2. mgr. og þrívegis í 6. mgr. kemur: 25 milljónir.

 

8. gr.

3. tölul. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. Vikinglottó:
      Sex réttar aðaltölur og Víkingatala 1:61.357.560
      Sex réttar aðaltölur 1:12.271.512
      Fimm réttar aðaltölur og Víkingatala 1:243.482
      Fimm réttar aðaltölur 1:48.696
      Fjórar réttar aðaltölur 1:950
      Þrjár réttar aðaltölur 1:53

 

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 3. júní 2021.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 20. maí 2021.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Bryndís Helgadóttir.


B deild - Útgáfud.: 26. maí 2021