Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1360/2021

Nr. 1360/2021 29. nóvember 2021

GJALDSKRÁ
Þjóðskjalasafns Íslands.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi gildir um þjónustu Þjóðskjalasafns Íslands.

 

2. gr.

Ljósritun og afritun gagna úr safnkosti.

Gjald fyrir ljósritun og afritun gagna úr safnkosti skv. 4. mgr. 44. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Ljósritun A3/A4 pr. bls.    170
Rafrænt afrit – lággæði pr. mynd    150
Rafrænt afrit – hágæði pr. mynd   1.400  
Staðfest vottorð pr. bls.    700

 

3. gr.

Vinna og kostnaður sem til fellur við að veita aðgang að þrotabúum
og öðrum óskráðum og óflokkuðum skjalasöfnum.

Gjald fyrir kostnað sem fellur til við að veita aðgang að þrotabúum og öðrum óskráðum og óflokk­uðum skjalasöfnum skv. 3. mgr. 44. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Tímavinna starfsmanns   8.100  
Ljósritun A3/A4 pr. bls.    170
Rafrænt afrit – lággæði pr. mynd    150
Rafrænt afrit – hágæði pr. mynd   1.400  
Staðfest vottorð pr. bls.    700

 

4. gr.

Móttaka, frágangur og flutningur skjalasafna afhendingarskylds aðila
sem hefur hætt starfsemi eða verið lagður niður, skv. reglugerð nr. 1236/2021.

Gjald fyrir móttöku, frágang og flutning skjalasafna afhendingarskylds aðila sem hefur hætt starfsemi eða verið lagður niður skv. 5. mgr. 15. gr. reiknast út frá kostnaði við umbúðir, tímavinnu við frágang skjalasafns og flutningi skjala. Kostnaðarliðir fyrir frágang og flutning skjala er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Tímavinna starfsmanns   8.100
Kostnaður við umbúðir á hillumetra   8.800

 

5. gr.

Varðveisla pappírsskjala afhendingarskyldra aðila
sem eru yngri en 30 ára, skv. reglugerð nr. 1236/2021.

Gjald fyrir varðveislu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila sem eru yngri en 30 ára skv. 8. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári   6.000

Vörslukostnaður fyrir pappírsskjöl sem eru yngri en 30 ára frá afhendingarskyldum aðilum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. 1.-4. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjala­söfn sem hafa verið lagðir niður skal greiddur af því ráðuneyti eða sveitarfélagi sem við­komandi aðili heyrði undir.

 

6. gr.

Varðveisla skjala sveitarfélaga
sem eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns.

Gjald fyrir varðveislu skjala sveitarfélaga sem eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns skv. 4. mgr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári   6.000
Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári   1.200

 

7. gr.

Varðveisla skjala þrotabúa í sjö ár og
eyðing þeirra, skv. reglugerð nr. 1236/2021.

Þrotabú skulu greiða Þjóðskjalasafni Íslands árlegt vörslugjald fyrir hvern hillumetra skjala sem safnið varðveitir í sjö ár. Vörslugjald greiðst í einu lagi fyrir sjö ár frá skiptalokum þegar safnið er afhent Þjóðskjalasafni til vörslu.

Gjald fyrir varðveislu skjala þrotabúa í sjö ár og eyðingu þeirra skv. 9. mgr. 15. gr. laga um opin­ber skjalasöfn er sem hér segir:

Lýsing   Verð kr.
Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári   4.720  
Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári    950
Eyðing skjala pr. kg      34

 

8. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 4. mgr. 14. gr., 3. og 4. mgr. 44. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglugerð nr. 1236/2021 um gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands. Gjaldskráin var staðfest af ráðherra 27. nóvember 2021. Hún öðlast gildi 1. desember 2021.

 

Þjóðskjalasafni Íslands, 29. nóvember 2021.

 

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2021