Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 167/2020

Nr. 167/2020 26. febrúar 2020

GJALDSKRÁ
HS Veitna hf. fyrir heitt vatn.

I. KAFLI

1. gr.

HS Veitur hf. selja afnot af heitu vatni úr veitukerfum þeim, sem gerð hafa verið og verða gerð, eftir þeim reglum, sem settar eru í gjaldskrá þessari.


2. gr.

HS Veitur hf. láta hverju húsi, sem er í sambandi við vatnsæðar hennar, í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til fullrar hitunar, enda séu ofnar hússins nægilega stórir, að mati HS Veitna hf.

Verður vatnsrennsli að húsinu takmarkað um hemil, eftir því sem þörf krefur eða mælt með þar til gerðum magnmælum.


II. KAFLI

3. gr.

Fyrir afnot af heita vatninu skal húseigandi á Suðurnesjum greiða samkvæmt magnhemli:

      án vsk. m. 11,0% vsk.  
Húshitun m/l á ári (80°C) 46.507,00 51.623,00  kr.
Húshitun m/l á dag (80°C) 127,42 141,43  kr.
Húshitun m/l á ári (90°C) 52.324,00 58.079,64  kr.
Húshitun m/l á dag (90°C) 143,35 159,12  kr.

Verði um sölu á heitu vatni að ræða í öðru formi en að framan greinir á Suðurnesjum, skal hús­eigandi greiða samkvæmt magnmæli:

    án vsk. m. 11,0% vsk. m. 24,0% vsk.  
Til húshitunar (80°C) 130,54 144,8994    kr./m³
Til húshitunar (90°C) 143,63 159,4293    kr./m³
Til annarra nota   130,54   161,8696  kr./m³

Til iðnaðar*
*sem verulegur hlutiframleiðslukostnaðar

110,96   137,5904  kr./m³

Fyrir afnot af heita vatninu skal húseigandi í Vestmannaeyjum greiða samkvæmt magnmæli:

Til íbúða húshitunar   án vsk. m. 11,0% vsk.  
VM1 m³   315,77 334,64  kr./m³
Niðurgreitt pr. m³   -144,20    kr./m³
VM2 m³   78,84   83,55  kr./m³
Niðurgreitt pr. m³   -36,05    kr./m³
VM2 kWst.   5,29 5,61  kr./kWst.
Niðurgreitt pr. kWst.   -2,37    kr./kWst.
         
Til húshitunar, annað en íbúðir án vsk. m. 11,0% vsk.  
VM3 m³   296,91 329,57  kr./m³
VM4 m³     73,78   81,90  kr./m³
VM4 kWst.       4,93     5,47  kr./kWst.


4. gr.

HS Veitur hf. leigja vatnsmæla og hemla og annast viðhald þeirra. Leigan fyrir mæli eða hemil skal greidd jafnhliða gjaldi fyrir vatnsnotkun og skal vera fyrir hvern mæli eða hemil sem hér segir á Suðurnesjum:

  án vsk. m. 11,0% vsk. m. 24,0% vsk.  
Mælir eða hemill allt að 20 mm  8.702,00 9.659,00 10.790,00  kr./ár
Mælir eða hemill allt að 20 mm  23,84 26,46 29,56  kr./dag
Mælir eða hemill 25–50 mm 17.436,00 19.354,00 21.621,00  kr./ár
Mælir eða hemill 25–50 mm  47,77   53,02 59,24  kr./dag
Mælir eða hemill 65 mm og stærri 34.840,00 38.672,40 43.202,00  kr./ár
Mælir eða hemill 65 mm og stærri 95,45 105,95 118,36  kr./dag

HS Veitur hf. leigja vatnsmæla og annast viðhald þeirra. Leigan fyrir mæli skal greidd jafnhliða gjaldi fyrir vatnsnotkun og skal vera fyrir hvern mæli sem hér segir í Vestmannaeyjum:

Flokkur og stærð mæla án vsk. m. 11,0% vsk.  
MV1 Fyrir mæla 20 mm og minni   25.691,00   28.517,00  kr./ár
MV1 Fyrir mæla 20 mm og minni 70,39 78,13  kr./dag
MV2 Fyrir mæla 25–50 mm   51.188,00   56.819,00  kr./ár
MV2 Fyrir mæla 25–50 mm 140,24 155,67  kr./dag
MV3 Fyrir mæla 65 mm og stærri 102.611,00 113.898,00  kr./ár
MV3 Fyrir mæla 65 mm og stærri 281,13 312,05  kr./dag


5. gr.

Hitaveitugjöld skv. 3. og 4. gr. má krefja mánaðarlega. Gjalddagi hitaveitugjalda er við fram­vísun reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Sé reikningurinn ekki greiddur við fyrstu sýningu, ber gjaldanda að greiða hann, þar sem HS Veitur hf. ákveða. Það eru vanskil, ef gjöldin eru ekki að fullu greidd innan 15 daga frá gjalddaga.


6. gr.

Heimæðargjald skal greitt fyrir hverja heimæð er tengir hús við veitukerfi HS Veitna hf. Heim­æðargjald skal greitt þegar lagningu heimæðar er lokið.

Heimæðargjald skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:

Rúmmál húss utanmál m³ án vsk. m. 11,0% vsk.  
Allt að 400 m³ 203.387,00 225.759,57  kr.
Yfir 400–2.000 m³ 166,00 184,26  kr./m³
2.000 m³ 468.875,00 520.451,25  kr.
Yfir 2.000–6.000 m³ 136,00 150,96  kr./m³
6.000 m³ 1.014.344,00 1.125.921,84  kr.
Yfir 6.000–10.000 m³ 121,00 134,31  kr./m³
10.000 m³ 1.497.710,00 1.662.458,10  kr.
Yfir 10.000 m³ 105,00 116,55  kr./m³
Bráðabirgðatenging, t.d. vinnuskúrar 33.328,00 36.994,08  kr.

Nú eru fleiri en eitt hitunarkerfi í húsinu með sérstökum hemlum eða mælum frá HS Veitum hf. og skal þá greiða fyrir hverja grind:

  án vsk. m. 11,0% vsk.  
Aukagrind 25.255,00 28.033,05  kr.


III. KAFLI

7. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtaki á kostnað húseiganda.


8. gr.

HS Veitur hf. hafa rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð viðskiptamanns, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Heimilt er að loka vatnsrennsli að húsi, sem hitaveitugjöld eru vangreidd af.

Fyrirætlun um að loka, ber að tilkynna með minnst 5 daga fyrirvara. Allan kostnað af lokun og opnun á ný greiðir sá, sem vanskilum veldur hverju sinni.

  án vsk. m. 24,0% vsk.  
Opnunargjald 6.811,00 8.445,64  kr.


9. gr.

Eftirlitsmanni HS Veitna hf. skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum hemlum, mælum, hita­gjöfum og vatnsæðum sem eru í sambandi við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun heita vatnsins.


10. gr.

Virðisaukaskattur 11% bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, nema á sölu vatns til annars en húshitunar og opnunargjald þar sem virðisaukaskatturinn er 24%.

Í gjaldskránni er ekki tekið tillit til 2% orkuskatts á smásöluverð.


IV. KAFLI

11. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af stjórn HS Veitna hf. staðfestist hér með skv. heimild í orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi við birtingu og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjald­skrá sama efnis nr. 942/2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. febrúar 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2020