Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 113/2022

Nr. 113/2022 14. janúar 2022

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

 1. Í stað tölunnar „12“ í lok 1. mgr. kemur: 14.
 2. Í stað tölunnar „120“ í lok 4. mgr. kemur: 127 (gildir eingöngu fyrir háskólaárið 2021–2022).
 3. Á eftir 9. mgr. bætast við sjö nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í geðhjúkrun takmarkast við töluna 12.

Við inntöku í meistaranám í geðhjúkrun er tekið mið af:

  1. viðurkenndu framhaldsnámi og endurmenntun,
  2. starfsreynslu,
  3. kynningarbréfi,
  4. einkunn úr grunnnámi,
  5. umsagnarbréfi vinnuveitanda,
  6. kynjahlutfalli í greininni.

Námsstjórn í geðhjúkrun fjallar um umsóknirnar og tekur ákvörðun um val stúdenta.

Fjöldi nýrra nemenda í viðbótardiplómanámi á meistarastigi í skurðhjúkrun takmarkast við töluna 13 og í svæfingahjúkrun við töluna 10.

Námsnefndir hvors kjörsviðs fyrir sig meta umsóknirnar út frá gæðum og viðmiðum um inntökuskilyrði og taka viðtöl við umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði. Ef fleiri umsækjendur standast inntökuskilyrði en unnt er að taka inn í námið, er byrjað á að bjóða þeim námspláss sem raðast efst. Ef umsækjandi afþakkar námspláss er næsta umsækjanda í röðinni boðið plássið.

Við inntöku í diplómanám í svæfingahjúkrun er tekið mið af eftirfarandi:

  1. Einkunn úr BS-námi í hjúkrunarfræði eða samsvarandi prófi með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn. Hæsta einkunnin raðast efst.
  2. Íslensku hjúkrunarleyfi.
  3. Að lágmarki eins árs starfsreynslu í hjúkrun.
  4. Annarri menntun og/eða starfsreynslu sem nýtist sem undirbúningur fyrir námið. Starfsreynsla af gjörgæslu raðast efst og því næst starfsreynsla af bráðamóttöku og hjartagátt.
  5. Greinargerð með umsókn þar sem fjallað er stuttlega um forsendur fyrir vali á námi, áhugasvið og námsmarkmið, 200–300 orð.
  6. Góðri enskukunnáttu.
  7. Frammistöðu í viðtali.
  8. Umsögn tveggja meðmælenda.

Við inntöku í diplómanám í skurðhjúkrun er tekið mið af eftirfarandi:

  1. Einkunn úr BS-námi í hjúkrunarfræði eða samsvarandi prófi með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn. Hæsta einkunnin raðast efst.
  2. Íslensku hjúkrunarleyfi.
  3. Annarri menntun og/eða starfsreynslu sem nýtist sem undirbúningur fyrir námið. Æskilegt er að nemendur hafi starfsreynslu á skurðstofu.
  4. Greinargerð með umsókn þar sem fjallað er stuttlega um forsendur fyrir vali á námi, áhugasvið og námsmarkmið, 200–300 orð.
  5. Góðri enskukunnáttu.
  6. Frammistöðu í viðtali.
  7. Umsögn tveggja meðmælenda.

 

2. gr.

Í stað tölunnar „8“ í lok 1. mgr. 7. gr. reglnanna kemur: 10 (gildir eingöngu fyrir háskólaárið 2021–2022).

 

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðis­vísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Breytingar samkvæmt 2. gr. og b-lið 1. gr. öðlast þegar gildi og taka eingöngu til háskóla­ársins 2021–2022 en önnur ákvæði reglnanna gilda frá og með háskólaárinu 2022–2023.

 

Háskóla Íslands, 14. janúar 2022.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 31. janúar 2022