Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1217/2021

Nr. 1217/2021 29. október 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.

1. gr.

5. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Árið 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Ekki er heimilt að hefja leit eða veiði fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða.
Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 29. október 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. október 2021