Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 666/2020

Nr. 666/2020 30. júní 2020

REGLUGERÐ
um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki.

1. gr.

Endurskoðendaráð heldur opinbera skrá, endurskoðendaskrá, yfir endurskoðendur og endur­skoð­unarfyrirtæki sem fengið hafa réttindi til endurskoðunarstarfa enda séu ákvæði 3. og 4. gr. og 5. mgr. 5. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun uppfyllt.

Endurskoðendaráð gefur endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum sérstakt númer sem þau eru auðkennd með í endurskoðendaskránni.

Skráin skal einnig vera aðgengileg á ensku.

 

2. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda eftirfarandi upplýsingar fyrir endurskoðendur:

 1. Nafn.
 2. Kennitölu.
 3. Lögheimili.
 4. Löggildingarár.
 5. Endurskoðendanúmer útgefið af endurskoðendaráði.
 6. Netfang endurskoðanda.
 7. Upplýsingar um heiti félags, lögheimili, vefsetur og endurskoðendanúmer endur­skoðunar­fyrirtækis þar sem endurskoðandi starfar, eða sem hann tengist sem meðeigandi eða á annan hátt, ef við á.
 8. Upplýsingar um skráningu endurskoðanda hjá lögbærum yfirvöldum annarra ríkja.

 

3. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda eftirfarandi fyrir endurskoðunarfyrirtæki:

 1. Heiti félags og rekstrarform.
 2. Kennitölu.
 3. Lögheimili.
 4. Skráð heimilisfang hjá öllum starfsstöðvum endurskoðunarfyrirtækis.
 5. Endurskoðendanúmer útgefið af endurskoðendaráði.
 6. Vefsetur endurskoðunarfyrirtækis.
 7. Upplýsingar um framkvæmdastjóra/forsvarsmann.
 8. Upplýsingar um hjá hvaða vátryggingafélagi endurskoðunarfyrirtækið hefur starfs­ábyrgðar­tryggingu.
 9. Nöfn og kennitölur eigenda og hluthafa endurskoðunarfyrirtækisins, ásamt upplýsingum um starfsstöð viðkomandi.
 10. Nöfn og kennitölur stjórnarmanna, varastjórnar og framkvæmdastjórnar endurskoðenda­fyrirtækis, ásamt upplýsingum um starfsstöð viðkomandi.
 11. Nöfn og endurskoðendanúmer allra endurskoðenda sem starfa hjá endurskoðunar­fyrirtækinu eða eru tengdir því sem meðeigendur eða á annan hátt.
 12. Upplýsingar um aðild endurskoðunarfyrirtækis að neti endurskoðunarfyrirtækja og skrá yfir nöfn og heimilisföng aðildar- og eignatengdra fyrirtækja.
 13. Upplýsingar um skráningu endurskoðunarfyrirtækis sem endurskoðunaraðili hjá lögbærum yfirvöldum annarra ríkja, þ.m.t. nafn eða nöfn skráningaryfirvalds/-a og skráningarnúmer endurskoðunarfyrirtækis, ef við á.

 

4. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda upplýsingar um yfirvöld sem bera ábyrgð á veitingu rétt­inda samkvæmt 3. og 4. gr. laga nr. 94/2019 og yfirvöld sem bera ábyrgð á eftirliti með endur­skoð­endum samkvæmt sömu lögum.

 

5. gr.

Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín eða þau verið felld niður skal nafn hans fellt út af endur­skoðendaskránni.

Endurskoðunarfyrirtæki sem uppfyllir ekki lengur skilyrði 4. gr. og/eða 5. mgr. 5. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun skal fellt út af endurskoðendaskránni.

 

6. gr.

Endurskoðendur og stjórnendur endurskoðunarfyrirtækja bera ábyrgð á að upplýsingar sem fram koma í endurskoðendaskránni séu réttar og skulu þeir staðfesta upplýsingarnar með undirritun sinni.

Endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki skulu, án ástæðulausra tafa, tilkynna endurskoð­enda­ráði ef breytingar verða á þeim upplýsingum sem fram koma í endurskoðendaskránni.

 

7. gr.

Endurskoðendaráð skal birta endurskoðendaskrá á heimasíðu ráðsins. Ekki skal þó birta upplýs­ingar um kennitölur og búsetu endurskoðenda.

 

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoð­endur og endurskoðun, öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 460/2011 um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. júní 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Harpa Theodórsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 3. júlí 2020