Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1009/2020

Nr. 1009/2020 15. október 2020

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Nýr Landspítali við Hringbraut.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­festingar borgarráðs, þann 26. ágúst 2020, breytingu á deiliskipulagi nýs Landspítala við Hring­braut. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Eirbergi (nr. 16), húsi heilbrigðis­vísindasviðs HÍ. Annars vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir lyftuhús ásamt anddyri í suðvestur­kverk ásamt því að koma fyrir útitröppum og hins vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir pallalyftu í norðausturkverk. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipu­lags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Háskóli Íslands, Vísindagarðar.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­festingar borgarráðs, þann 7. október 2020, breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísinda­garða vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargötu (lóð A). Í breytingunni felst að sunnan við hús er komið fyrir bílaskábraut niður í bílakjallara. Í bílakjallara undir nýbyggingu er gert ráð fyrir 73 bíla­stæðum sem eingöngu eru hugsuð fyrir rafbíla. Samtals er fjöldi bílastæða í bílageymslu neðan­jarðar 100 talsins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Austurstræti 4.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 9. október 2020, breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðar nr. 4 við Austur­stræti. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur á 2. hæð yfir núverandi portbygg­ingu, ásamt því að byggingarmagn á lóð eykst. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Nýlendugata 34.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­festingar borgarráðs, þann 7. október 2020, breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýlendureits, með síðari breytingum, vegna lóðar nr. 34 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að ekki er gerð krafa um að bílastæði fylgi íbúðum hússins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Vesturgata 67.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 3. september 2020, tillögu að breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanausta vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 20 sm til suðurs að garði, heimilt verði að byggja 4 hæðir í stað 2,5 hæða, svalir megi ná 1,7 metra út fyrir byggingarreit að garði, götu­hlið hússins skal taka tillit til aðliggjandi húsa eins og kostur er, lyftuhús má ná 0,8 metra upp fyrir hámarkskóta vegghæðar, lóð er stækkuð að framanverðu og þar heimilt að setja bílastæði fyrir hreyfi­­hamlaða, sorpgerði og gróður, byggingarmagn eykst og fjöldi íbúða verður 6 ásamt sameigin­­legum rýmum á jarðhæð. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Stuðlaháls 2.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 9. október 2020, breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna Stuðlaháls 2. Í breyt­ingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur u.þ.b. 10 x 15 m að stærð á suðurhluta lóðar. Upp­drættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Sigtúnsreitur, veitulóð.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 4. september 2020, breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna stofnunar nýrrar lóðar fyrir Veitur ohf. við Engjateig. Veitur og Reykjavíkurborg gera með sér makaskiptasamning á lóðum. Núverandi lóð Veitna ohf. að Lágmúla 2 verður færð til Reykjavíkurborgar og fá Veitur þess í stað nýja lóð við Engjateig fyrir framtíðar borholuhús. Hin nýja lóð Veitna er jafn stór þeirri gömlu, 1.874 m². Einnig er skilgreint 6.500 m² helgunarsvæði fyrir bor, tæki og mannvirki sem tengjast því þegar borað er fyrir heitu vatni. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Nýr Landspítali við Hringbraut.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 4. september 2020, breytingu á deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut. Í breyt­ingunni felst breikkun á Burknagötu vegna tilkomu borgarlínu og færslu og breytingar á byggingar­reitum sunnan götunnar sem nemur breikkuninni. Í tengslum við þessa færslu verða einnig afleiddar breytingar á staðsetningu byggingarreita randbyggðar. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 15. október 2020.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 15. október 2020