Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 117/2020

Nr. 117/2020 26. október 2020

LÖG
um breytingu á lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, nr. 50/2020 (afgreiðsla umsókna).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattinum er heimilt að afgreiða umsóknir sem berast að liðnum fresti skv. 1. málsl. enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda afturvirkt frá gildistöku laga nr. 50/2020.

 

Gjört á Bessastöðum, 26. október 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 30. október 2020