Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 115/2020

Nr. 115/2020 7. október 2020

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 120/2018, um skiptingu starfa ráðherra, með síðari breytingum.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forseta­úrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftir­farandi breyting á forsetaúrskurði nr. 120/2018, um skiptingu starfa ráðherra, með síðari breyt­ingum.

 

1. gr.

Við bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. fer Guðmundur Ingi Guðbrandsson með stjórnarmálefni sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið og ber embættistitilinn heilbrigðisráðherra, um stundarsakir, meðan fjarvera Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, af persónulegum ástæðum, varir.

 

2. gr.

Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 7. október 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 7. október 2020