Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 799/2017

Nr. 799/2017 13. september 2017

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogsbæjar á tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarráð Kópavogsbæjar þann 13. júlí 2017 breytt deiliskipulag fyrir lóðina að Austurkór 85. Í breytingunni felst að reisa parhús á einni hæð í stað einbýlishúss. Stærð nýbyggingar verður 272 m². Inngangar í húsin verða á vesturhlið og útgengt á verandir frá suður- og norðurhliðum hússins. Aðrir skipulagsskilmálar eru óbreyttir.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Kópavogi, 13. september 2017.

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 13. september 2017