Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 257/2023

Nr. 257/2023 13. mars 2023

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar, nr. 1674/2021.

1. gr.

Í 48. gr. samþykktarinnar kemur nýr stafliður ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

C.  Tilnefning til fimm ára:

Bæjarstjórn ásamt þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að umdæmisráði barnaverndar lands­byggða, skipa fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmis­ráð barnaverndar sbr. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 2. gr. samnings um umdæmis­ráð landsbyggða. Skipa skal fimm fulltrúa í valnefnd og jafnmarga til vara, einn frá hverjum landsfjórðungi og sá fimmti frá umsýslusveitarfélagi hverju sinni. Valnefnd skipar í umdæmisráð barnaverndar landsbyggða.

 

2. gr.

1. mgr. 53. gr. samþykktarinnar orðast svo:

Í því skyni að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð er bæjarstjórn heimilt að fela sviðsstjórum, skipulagsfulltrúa og forstöðumanni og starfsmönnum barnaverndarþjónustu fulln­aðar­afgreiðslu mála á sama hátt og með sömu skilyrðum og nefnd eru í 37. gr. samþykktar þessarar.

 

3. gr.

Við samþykktina bætist nýr viðauki um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyja­fjarðar, viðauki 1.8, forstöðumaður barnaverndar og starfsfólk barnaverndar Akureyrarbæjar, sem birtur er með samþykkt þessari.

 

4. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 13. mars 2023.

 

F. h. r.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

Hafdís Gísladóttir.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 15. mars 2023