Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 124/2019

Nr. 124/2019 5. febrúar 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Garðabæ.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi:

Miðhraun 24, breyting á deiliskipulagi Molduhrauns.
Breytingin felur m.a. í sér að lóðin stækkar til suðurs. Aðkoma að lóðinni breytist frá Miðhrauni og gert er ráð fyrir bráðabirgðaaðkomu frá Álftanesvegi sem verður hægt að loka þegar Álftanesvegur verður byggður í samræmi við aðalskipulag.

Dælustöð í Kauptúni, aðkomuvegur, óveruleg breyting á deiliskipulagi Kauptúns.
Breytingin nær til aðkomuvegar fyrir dæluhús. Í stað þess að vegurinn tengist inn á gangstíg suðvestan við dælustöðina þá er hann látinn fara beint inn á Kauptún norðan við hringtorgið.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 kveða á um og öðlast þegar gildi.

Garðabæ, 5. febrúar 2019.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 5. febrúar 2019