Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 529/2019

Nr. 529/2019 20. maí 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús við Sambyggð.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti breytingu á deiliskipulagi fyrir fjölbýlishúsalóðir við Sambyggð í Þorlákshöfn samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingartillagan tekur til:

  1. Sambyggð 14 a og b verða sömu stærðar 14 x 38 m en snúa nú norður-suður. Bílastæði er innan lóða (P20), ekið inn af botnlanga.
  2. Botnlangi er styttur og snúningssvæði fært fjær hringtorginu.
  3. Bílastæði við götu eru tekin út.
  4. Sambyggð 16, lóð er breytt og nær nú utan um öll bílastæði en sérstakur bílskúrareitur fellur út.
  5. Sambyggð 18 færist um 2,5 m nær Sambyggð 2-4 og Sambyggð 20 um 4 m fjær götu. Bil milli blokka er jafnað út.
  6. Göngustígur við Ölfusbraut færist nú um 4,5 m frá götu. Göngustígur fyrir innan þetta græna belti og mön færist því nær götu.
  7. Innakstur frá Ölfusbraut er felldur út.

Deiliskipulagið hefur verið auglýst, kynnt og hlotið þá málsmeðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. Skipulagsstofnun samþykkti deiliskipulagið með bréfi dagsettu 20. maí 2019.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Þorlákshöfn, 20. maí 2019.

F.h. Sveitarfélagsins Ölfuss,

Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 4. júní 2019