Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 4/2022

Nr. 4/2022 17. mars 2022

AUGLÝSING
um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.

Eftirtaldar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar fela í sér að tilteknar reglugerðir á sviði fjármálaþjónustu eru teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993 þar sem samningurinn var upphaflega birtur:

  1. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019, birt á bls. 59 í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020. Tekin er upp m.a. eftir­talin reglugerð, með aðlögunum:
    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/62 frá 10. október 2014 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfallið, sjá fylgiskjal nr. 1 með auglýsingu þessari.
  2. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 frá 7. febrúar 2020, sjá fylgiskjal nr. 2 með auglýsingu þessari.
  3. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2021 frá 5. febrúar 2021, sjá fylgiskjal nr. 3 með auglýsingu þessari.
  4. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021, sjá fylgiskjal nr. 4 með auglýsingu þessari. Teknar eru upp m.a. eftirtaldar reglugerðir, með aðlögunum:
    1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettó­fjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættuskuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættuskuld­bindingar, gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættu­skuldbindingar, skýrslugjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sjá fylgiskjal nr. 5 með auglýsingu þessari.
    2. Reglugerð (ESB) 2020/873 frá 24. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) 2019/876 að því er varðar tilteknar aðlaganir til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum, sjá fylgiskjal nr. 6 með auglýsingu þessari.

Þær ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar og reglugerðir sem að framan greinir og hafa ekki verið birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins eru birtar sem fylgiskjöl með auglýsingu þessari. Birtingin er liður í undirbúningi þess að fjármála- og efnahagsráðherra leggi fyrir Alþingi lagafrumvarp til innleiðingar á viðkomandi reglugerðum í íslenskan rétt, með þeim aðlögunum sem gerðar hafa verið við upptöku þeirra í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Sömu ákvarð­anir og reglugerðir verða jafnframt á síðara stigi birtar í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. mars 2022.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 18. mars 2022